flugfréttir
IATA lýkur við úttekt á öryggismálum hjá PIA

Boeing 777 farþegaþota frá PIA á Heathrow-flugvellinum í London
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lokið við að gera úttekt á öryggismálum og starfsemi pakistanska flugfélagsins Pakistan Internatinal Airlines (PIA).
Úttektin var gerð í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 22. maí er farþegaþota frá félaginu, af gerðinni Airbus A320, fórst nálægt flugvellinum í Karachi með þeim afleiðingum að 97 manns létu lífið.
Í kjölfar slyssins kom í ljós að fjöldi flugmanna hjá félaginu voru ýmist ekki með tilskilin leyfi til þess að fljúga farþegaþotum félagsins, með fölsuð skilríki eða höfðu svindlað á prófum til atvinnuflugs.
Fjögurra manna hópur frá IATA hefur dvalið í Pakistan frá því á mánudag til þess að gera úttekt á flugöryggi í landinu en hjá PIA var gerð úttekt á nokkrum deildum félagsins og þar á meðal hjá deildum sem sjá um öryggismál, flugrekstur, farþegaþjónustu og viðhaldsdeild.
Flugfélagið hafi gert viðeigandi ráðstafanir fyrir heimsókn teymisins frá IATA með því að fjarlægja
ólofthæfar flugvélar af flughlaðinu sem var búið að taka úr umferð auk þess sem búið var að hylja
brak úr flugvélinni sem brotlenti í vor.
Þrátt fyrir að úttektinni sé lokið þá liggja niðurstöður hennar ekki enn fyrir en flugmálayfirvöld í mörgum
ríkjum munu fylgjast með niðurstöðunni þar sem PIA hefur bæði verið bannað í Evrópu og í Bandaríkjunum.


1. desember 2020
|
Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

20. október 2020
|
Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

11. janúar 2021
|
Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.