flugfréttir

Flugprófunum á Boeing 737 MAX á vegum EASA lokið

11. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Boeing 737 MAX 7, tilraunarþota Boeing

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur lokið við sínum prófunum á Boeing 737 MAX þotunum en þær fóru fram í Vancouver í Kanada í vikunni.

Boeing ferjaði eina af Boeing 737 MAX tilraunarþotum sínum þann 8. september sl. til Vancouver sem var þota af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og var henni flogið nokkrar tilraunarflugferðir sem stóðu yfir frá 30 mínútum upp í tvær klukkustundir.

EASA mun á næstu dögum vinna úr þeim gögnum sem safnað var saman í þessum flugprófunum og fara yfir niðurstöður þeirra og bera þær undir sérstaka nefnd sem kallast Joint Operation Evaluation Board (JOEB) en sú nefnd var mynduð í sérstökum tilgangi til þess að gera úttekt á Boeing 737 MAX eftir flugslysin tvö sem áttu sér stað í fyrra og haustið 2018.

„EASA hefur unnið í nánu samstarfi við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og Boeing í þeim tilgangi að koma Boeing 737 MAX vélunum aftur í umferð eins fljótt og auðið er en það gerist samt ekki fyrr en við erum sannfærðir um að öryggi flugvélanna standist kröfur“, segir í yfirlýsingu frá EASA.  fréttir af handahófi

Iran Air setur 12 antík-þotur á uppboð

14. september 2020

|

Iran Air hefur ákveðið að freista þess að selja 12 gamlar farþegaþotur á uppboði en meðal flugvéla sem flugfélagið íranska ætlar að setja á uppboð eru nokkrar júmbó-þotur og þar af nokkrar af gerðinni

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Risaþota BA lendir á Heathrow - Þó ekki í farþegaflugi

16. júlí 2020

|

British Airways gæti mögulega verið að undirbúa risaþoturnar Airbus A380 fyrir áætlunarflug að nýju eftir þriggja mánaða hlé.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00