flugfréttir

Uppfært þjálfunarefni fyrir 737 MAX verður kynnt í vikunni

- Flugmálayfirvöld í nokkrum löndum fara yfir þjálfunarefni á Gatwick-flugvelli

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Stjórnklefi á Boeing 737 MAX þotu

Í þessari viku mun hefjast yfirferð á endurskoðuðum aðferðum fyrir þjálfun á Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugmálayfirvöld frá nokkrum löndum munu fara yfir breytingar sem Boeing hefur lagt til vegna þjálfun flugmanna á MAX-þoturnar.

Það eru bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sem munu kynna þjálfunarefnið fyrir sérstakri nefnd sem nefnist Joint Operations Evaluation Board (JOEB) á Gatwick-flugvellinum í London auk þess sem forsvarsmenn frá flugmálayfirvöldum í Kanada, Brasilíu og frá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) munu verða viðstödd kynninguna sem stendur yfir í 9 daga.

Boeing hefur lýst því yfir að svokallað MCAS-kerfi, sem talið er hafa átt meginorsök tveggja flugslysa, hafi verið lagfært og yfirfarið og að öryggismál er varðar þann búnnað uppfylli í dag ströngustu öryggiskröfur.

Niðurstöður úr þeirri 9 daga yfirferð sem framundan er verða sendar inn til sérstakrar nefndar hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og verða þær birtar í kjölfarið.

Aðilar innan flugsins og þeir sem málið varðar geta komið með athugasemdir og ummæli varðandi niðurstöðurnar sem FAA mun síðan fara yfir áður en lokaákvörðun verður tekin varðandi lofthæfni Boeing 737 MAX vélanna.

Þá verða gefin út fyrirmæli með athugasemdum og minnispunktum fyrir flugrekendur hvað þeir þurfa að gera áður en þeir geta byrjað að setja Boeing 737 MAX þoturnar aftur í umferð.

Í lokin verður gefin út tilmæli þar sem leyfi verður gefið fyrir því að afnema kyrrsetningu flugvélanna og í kjölfarið gefin út flughæfnisvottun sem hægt verður að fá í gildi um leið og búið er að uppfæra og undirbúa hverja Boeing 737 MAX þotu sem hefur verið kyrrsett frá því í mars árið 2019.  fréttir af handahófi

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Ríkisstjórn Kólumbíu kemur Avianca til bjargar

3. september 2020

|

Ríkisstjórn Kólumbía hefur komið kólumbíska flugfélaginu Avianca til bjargar með ríkisaðstoð auk þess sem yfirvöld í landinu hafa einnig ákveðið að bjarga rekstri flugvallarfyrirtækisins Sureste sem a

Í mál við AirAsia X vegna vangoldinnar leigu á flugvélum

7. september 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore hefur farið í mál við malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X vegna vangoldinna leigugjalda á flugvélum en flugfélagið skuldar fyrirtækinu 3,2 milljarða króna

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00