flugfréttir

Iran Air setur 12 antík-þotur á uppboð

- Lægsta boð byrjar í 548.000 krónum á hverja þotu

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Meðal þeirra flugvélar sem Iran Air ætlar að setja á uppboð eru þotur af gerðinni Boeing 747-100, Boeing 747SP, Boeing 727 og Airbus A300

Iran Air hefur ákveðið að freista þess að selja 12 gamlar farþegaþotur á uppboði en meðal flugvéla sem flugfélagið íranska ætlar að setja á uppboð eru nokkrar júmbó-þotur og þar af nokkrar af gerðinni Boeing 747SP auk tveggja þotna af gerðinni Boeing 727.

Nokkurnveginn má segja að hver sem er getur prófað að bjóða í flugvélarnar en uppboðsverð í hverja þotu byrjar á 4.000 dölum sem samsvarar 548.000 krónum.

Hinsvegar er vandamálið að mun dýrara er fyrir hæstbjóðanda að nálgast þoturnar og sækja þær þar sem flestar flugvélarnar eru ekki í flughæfu ástandi, varahlutir í þær dýrir og rándýrt að fá útgefna lofthæfisvottun. Þá er mjög mikil vinna og langt ferli að koma þotunum á nýjan stað og kemur fram að rekstarkostnaður við hverja þotu á þessum aldri sé í kringum 4 milljónir króna á klukkustund.

Þær þotur sem verða boðnar upp eru af eftirfarandi gerð:

- 1 x Boeing 747-100
- 1 x Boeing 747-200
- 3 x Boeing 747SP
- 3 x Airbus A330
- 2 x Airbus A310
- 2 x Boeing 727

Vegna viðskiptahafta á Íran af hálfu vestrænna ríkja hefur Iran Air ekki getað keypt varahluti í þessar flugvélar sem hafa verið að grotna nánast niður á flugvöllum í landinu.

Iran Air hafði lagt inn stóra pöntun til Airbus í nýjar farþegaþotur árið 2016 og stóð þá til að endurnýja flotann en ríkisstjórn Donald Trumps kom í veg fyrir þau kaup með aðgerðum varðandi viðskiptahöftin.

Aðeins 45 eintök voru smíðuð af Boeing 747SP júmbó-þotunum og mátti þær finna í flota Pan Am, Qantas og Trans World Airlines (TWA).

Fram kemur að mörg ljón séu í veginum fyrir hæstbjóðanda þar sem mjög vafasamt er með þær greiðsluleiðir sem eru í boði, ósennilegt að einhver að þessum flugvélum séu í flughæfi ástandi, auk þess sem að ólöglegt er fyrir bandarískan ríkisborgara að kaupa flugvél frá Íran hvort sem tilgangurinn sé að nota þær í varahluti eða gera þær lofthæfar.

Sjaldgæfasta og áhugaverðasta flugvélartegundin af þessum tólf þotum er án ef Boeing 747SP þoturnar en þær voru styttri útgáfa af júmbó-þotunni sem Boeing kom með á markaðinn árið 1976 og var það Pan Am sem fékk fyrsta eintakið af þeirri þotu afhenta.  fréttir af handahófi

Framleiðsla á Boeing 787 gæti heyrt sögunni til í Everett

25. ágúst 2020

|

Orðrómur er um að Boeing muni í næsta mánuði taka ákvörðun varðandi að sameina framleiðsluna á Dreamliner-þotunum svo hún verði aðeins smíðuð á einum stað en í dag er Boeing 787 framleidd í Everett

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

Nafni China Airlines verður breytt í Taiwan Airlines

22. júlí 2020

|

Flugfélagið China Airlines mun að öllum líkindum á næstunni breyta um nafn og koma til með að heita Taiwan Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00