flugfréttir

Lufthansa íhugar að hætta með allar A380 og Boeing 747-400

- Einnig til skoðunar að losa sig við flestar Airbus A340-300 þoturnar

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:40

Boeing 747-400 júmbó-þota og Airbus A380 risaþota frá Lufthansa á flugvellinum í Frankfurt

Lufthansa er sagt vera að íhuga að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar og Boeing 747-400 júmbó-þoturnar og taka þær alfarið úr flotanum vegna ástandsins sem ríkir í flugheiminum.

Það er fréttaveitan Bloomberg sem hefur þetta eftir heimildum og kemur fram að Lufthansa sé einnig að íhuga að leggja flestum Airbus A340-300 breiðþotunum.

Lufthansa hefur í dag átta Airbus A380 risaþotur, átta Boeing 747-400 júmbó-þotur og sautján Airbus A340-300 breiðþotur og myndi því fækka um allt að 30 breiðþotur í flota flugfélagsins þýska ef þessi ákvörðun verður tekin.

Fram kemur að Lufthansa myndi halda nýju Boeing 747-8 júmbó-þotunum sem eru 19 talsins auk Airbus A340-600 breiðþotunum en félagið hefur 17 slíkar í flotanum.

Lufthansa tilkynnti í apríl í vor, skömmu eftir að kórónaveirufaraldurinn kom upp, að félagið myndi losa sig varanlega við sex Airbus A380 risaþotur, sjö Airbus A340-600 breiðþotur og fimm júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-400. Þá kom fram að ellefu Airbus A320 þotur myndu einnig yfirgefa flotann.  fréttir af handahófi

Uppsagnir 114 flugmanna hjá Icelandair dregnar til baka

16. júlí 2020

|

Icelandair stefnir á að draga til baka uppsagnir meðal 114 flugmanna hjá félaginu sem þýðir að 139 flugmenn munu starfa hjá félaginu frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er haft eftir Jóni Þóri Þorva

Norwegian fer fram á aðra aðstoð frá norska ríkinu

3. september 2020

|

Norwegian hefur hafið viðræður við stjórnvöld í Noregi varðandi enn frekari fjárhagsaðstoð vegna rekstrarvanda og segir félagið að björgunarpakki upp á 47 milljarðar króna, sem norska ríkisstjórnin va

Spá IATA versnar: Gera ekki ráð fyrir fullum bata fyrr en 2024

28. júlí 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá fyrir flugiðnaðinn vegna COVID-19 heimsfaraldursins og eru samtökin svartsýnni á batahorfur í farþegaflugi miðað við fyrri spá.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00