flugfréttir

Greenpeace reynir að koma í veg fyrir ríkisaðstoð til KLM

- Segja ekki nægilega skýra stefnu til staðar varðandi umhverfismál hjá KLM

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:36

Grænfriðingur mótmæla við kyrrsettar flugvélar KLM

Umhverfissamtökin Greenpeace ætla að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir og stöðva af 540 milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hollenska ríkisstjórnin ætlar að veita KLM Royal Dutch Airlines á þeim forsendum að skortur sé á stefnu varðandi kolefnislosun og umhverfismál hjá flugfélaginu.

Þessar fyrirhuguðu aðgerðir Grænfriðinga eru gerðar þrátt fyrir að hollenska ríkið fari fram á skilmála fyrir ríkisaðstoðinni sem einnig varðar kröfu til félagsins um að draga úr þeim áhrifum sem flugrekstur KLM hefur á umhverfið.

Ríkisstjórn Hollands samþykkti í júní ríkisaðstoð í formi ábyrgðar og lánveitingu til KLM svo hægt væri að tryggja rekstur félagsins í gegnum kórónaveirufaraldurinn.

Í málssókn frá Grænfriðingum kemur fram að hollenska ríkið sé ekki að setja nægilega skýra stefnu er kemur að umhverfissjónarmiðum varðandi flugrekstri KLM í þeim forsendum sem liggja að baki fyrir ríkisábyrgðinni.

Greenpeace fer fram á að ríkisstjórninn leggi til hámarkstölu fyrir KLM sem kvóta af því magni af koltvíoxíð sem flugvélar félagsins losi út í andrúmsloftið á hverju ári og þarf sú tala að fara lækkandi með hverju árinu.

Dewi Zloch, loftslags- og orkumálasérfræðingur hjá Greenpeace, segir að þetta virki ekki með einhverjum markmiðum um áætlanir um notkun á öðrum orkugjöfum eða lífrænu eldsneyti þar sem þróun á slíkum orkugjöfum miðar alltof hægt.

Zloch segir að þess í stað verði að fækka flugferðum og mælir hann með að best væri að fækka stórlega áætlunarflugi KLM á stuttum flugleiðum innan Evrópu. - „Það er ekki nauðsynlegt að fljúga nokkrar flugferðir á dag frá Amsterdam til borga á borð við Brussel og París“, segir Zloch.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX 8 nefnd sem Boeing 737-8

21. ágúst 2020

|

Boeing mun að öllum líkindum nota einfaldara nafn fyrir Boeing 737 MAX þoturnar þar sem orðinu „MAX“ verður sleppt úr tegundarheitinu og bandstriki bætt við sem tengir undirtegundina beint við 737.

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

Laudamotion leggst af og Lauda Europe kemur í stað

29. júlí 2020

|

Ryanair Group hefur tilkynnt um að til standi að leggja niður dótturflugfélagið Laudamotion og stofna nýtt flugfélag sem fær nafnið Lauda Europe.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00