flugfréttir

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

- Flugmaðurinn fór í mál við loftskrúfuframleiðandann á fölskum forsendum

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Slysið átti sér stað nálægt Fairbanks í Alaska þann 24. ágúst árið 2014

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur um að hafa hróflað við brakinu á slysstað til þess að villa um fyrir flugslysasérfræðingum.

Flugmaðurinn, Forest Kirst, flaug flugvél af gerðinni Ryan Navion þann 24. ágúst árið 2014 og voru með honum þrír farþegar um borð en flugvélin brotlenti í fjallshlíð nálægt bænum Coldfoot í Alaska með þeim afleiðinum að allir farþegarnir þrír slösuðust alvarlega en einn lést af sárum sínum 35 dögum síðar.

Fram kemur að Kirst hafi upphaflega greint frá því við flugslysasérfræðinga á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) að flugvélin hefði lent í miklu niðurstreymi er hann flaug nálægt fjallgarði en tveimur vikum síðar breytti hann framburði sínum og sagði að farþegi, sem sat frammí, hefði misst meðvitund eftir að hafa tekið töflur við flugveiki og fallið fram fyrir sig á stýrið með þeim afleiðingum að flugmaðurinn missti stjórn á flugvélinni.

Í lokaskýrslu vegna flugslyssins kemur hinsvegar fram að vindhraði á slysstað hafi mælst um 4 hnútar og ekki voru nein ummerki um að niðurstreymi hafi verið í loftinu nálægt fjöllunum þennan dag.

Allir farþegarnir áttu að hafa misst meðvitund eftir að hafa tekið flugveikistöflur

Kirst sagði að hinir tveir farþegarnir hans hefðu einnig tekið sömu flugveikislyfið og áttu þeir einnig að hafa misst meðvitund og var hann því sá eini sem var við meðvitund þegar slysið átti sér stað en farþegarnir tveir sögðust ekki muna eftir því að hafa tekið neitt lyf og hvað þá misst meðvitund.

Tveimur mánuðum síðar skrifaði flugmaðurinn greinargerð þar sem hann sagði að orsök flugslyssins væri sennilega hægt að rekja til þess að eitt skrúfublaðið á loftskrúfunni hefði losnað af á flugi.

Kirst, eiginkona farþegans sem lést í slysinu og hinir tveir farþegarnir, sem lifðu slysið af, ákváðu að hefja dómsmál og fara í mál við fyrirtækið sem seldi flugmanninum loftskrúfuna auk þes sem ákveðið var að fara í mál við loftskrúfuframleiðandann Hartzell.

Í málsgögnum kom fram að loftskrúfan hafi ekki uppfyllt öryggiskröfur og hefði ekki átt að leyfa flugvélinni að fljúga vegna þessa en í lokaskýrslu vegna flugslyssins, sem NTSB gaf út árið 2017, kemur fram að skrúfublaðið hefði losnað af við höggið er flugvélin brotlenti og er talið að skrúfublöðin hafi uppfyllt öll skilyrði er varðar öryggiskröfur.

Flugvélin reyndist of þung og undirbúningur fyrir flug af skornum skammti

Í skýslunni segir að orsök flugslyssins megi rekja til ófullnægjandi undirbúnings hjá flugmanninum auk þess sem hann tók slæma ákvörðunartöku með því að fljúga flugvélinni of lágt yfir jörðu og í átt að hindrunum og hækkandi landslagi.

Þá kom í ljós að flugvélin hafi verið of þung og var þyngd hennar nálægt hámarksflugtaksþunga þegar slysið átti sér stað þrátt fyrir að hafa brennt töluvert af eldsneyti frá því hún hóf sig til lofts og hafi klifurgeta vélarinnar því verið mjög skert.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sviptu Kirst flugskírteininu í mars árið 2015 og sérstaklega á forsendum þess að hann átti að baki fleiri flugslys, atvik, óeðlilega margar endurteknar á flugprófum auk þess sem hann hafði nokkrum sinnum fallið á hæfnisprófi með flugdómara.

Þá segir að Kirst hafði verið fundinn sekur í desember árið 2017 fyrir að hafa í tvö skipti hróflað við aðstæðum á slysstað og í eitt skipti hafði hann flogið án þess að hafa flugmannsskírteini í gildi.

Flugmaðurinn hafði atvinnuflugmannsskírteini og var flugvélin í eigu fyrirtæki hans, Kirst Aviation, en flugvélin var í útsýnisflugi þegar slysið átti sér stað.

Flugmaðurinn, sem var 57 ára þegar slysið átti sér stað, var einnig flugkennari með réttindi til kennslu á einshreyfils flugvélar og hafði hann hann einnig áritun fyrir sjóflugvélar. Fram kemur að hann var með 4.759 flugtíma að baki.

Þá segir í skýrslunni að eina orsökina megi rekja til skorts á eftirliti hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er varðar eftirlit með flugrekstri hjá fyrirtækinu Kirst Aviations.  fréttir af handahófi

Kona sem faldi sig á First Class olli 3 tíma seinkun á flugi

5. nóvember 2020

|

Þriggja tíma seinkun varð á flugi hjá American Airlines sl. föstudag frá Dallas til Miami eftir að kona á almennu farrými ákvað að fela sig um borð í flugvélinni á fyrsta farrými til þess að sitja með

Lufthansa flýgur síðasta flugið frá Tegel-flugvellinum

5. nóvember 2020

|

Síðasta flugvélin sem fer um Tegel-flugvöllinn í Berlín áður en flugvellinum verður lokað mun hefja sig á loft næstkomandi laugardag.

Styrkja minni flugvelli sem ætlaðir eru fyrir einkaflug

5. janúar 2021

|

Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að verja 5.7 milljörðum króna í styrki til minni flugvalla í Bandaríkjunum sem eru eingöngu ætlaðir einkaflugi og almannaflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.