flugfréttir

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

- Flugmaðurinn fór í mál við loftskrúfuframleiðandann á fölskum forsendum

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Slysið átti sér stað nálægt Fairbanks í Alaska þann 24. ágúst árið 2014

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur um að hafa hróflað við brakinu á slysstað til þess að villa um fyrir flugslysasérfræðingum.

Flugmaðurinn, Forest Kirst, flaug flugvél af gerðinni Ryan Navion þann 24. ágúst árið 2014 og voru með honum þrír farþegar um borð en flugvélin brotlenti í fjallshlíð nálægt bænum Coldfoot í Alaska með þeim afleiðinum að allir farþegarnir þrír slösuðust alvarlega en einn lést af sárum sínum 35 dögum síðar.

Fram kemur að Kirst hafi upphaflega greint frá því við flugslysasérfræðinga á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) að flugvélin hefði lent í miklu niðurstreymi er hann flaug nálægt fjallgarði en tveimur vikum síðar breytti hann framburði sínum og sagði að farþegi, sem sat frammí, hefði misst meðvitund eftir að hafa tekið töflur við flugveiki og fallið fram fyrir sig á stýrið með þeim afleiðingum að flugmaðurinn missti stjórn á flugvélinni.

Í lokaskýrslu vegna flugslyssins kemur hinsvegar fram að vindhraði á slysstað hafi mælst um 4 hnútar og ekki voru nein ummerki um að niðurstreymi hafi verið í loftinu nálægt fjöllunum þennan dag.

Allir farþegarnir áttu að hafa misst meðvitund eftir að hafa tekið flugveikistöflur

Kirst sagði að hinir tveir farþegarnir hans hefðu einnig tekið sömu flugveikislyfið og áttu þeir einnig að hafa misst meðvitund og var hann því sá eini sem var við meðvitund þegar slysið átti sér stað en farþegarnir tveir sögðust ekki muna eftir því að hafa tekið neitt lyf og hvað þá misst meðvitund.

Tveimur mánuðum síðar skrifaði flugmaðurinn greinargerð þar sem hann sagði að orsök flugslyssins væri sennilega hægt að rekja til þess að eitt skrúfublaðið á loftskrúfunni hefði losnað af á flugi.

Kirst, eiginkona farþegans sem lést í slysinu og hinir tveir farþegarnir, sem lifðu slysið af, ákváðu að hefja dómsmál og fara í mál við fyrirtækið sem seldi flugmanninum loftskrúfuna auk þes sem ákveðið var að fara í mál við loftskrúfuframleiðandann Hartzell.

Í málsgögnum kom fram að loftskrúfan hafi ekki uppfyllt öryggiskröfur og hefði ekki átt að leyfa flugvélinni að fljúga vegna þessa en í lokaskýrslu vegna flugslyssins, sem NTSB gaf út árið 2017, kemur fram að skrúfublaðið hefði losnað af við höggið er flugvélin brotlenti og er talið að skrúfublöðin hafi uppfyllt öll skilyrði er varðar öryggiskröfur.

Flugvélin reyndist of þung og undirbúningur fyrir flug af skornum skammti

Í skýslunni segir að orsök flugslyssins megi rekja til ófullnægjandi undirbúnings hjá flugmanninum auk þess sem hann tók slæma ákvörðunartöku með því að fljúga flugvélinni of lágt yfir jörðu og í átt að hindrunum og hækkandi landslagi.

Þá kom í ljós að flugvélin hafi verið of þung og var þyngd hennar nálægt hámarksflugtaksþunga þegar slysið átti sér stað þrátt fyrir að hafa brennt töluvert af eldsneyti frá því hún hóf sig til lofts og hafi klifurgeta vélarinnar því verið mjög skert.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sviptu Kirst flugskírteininu í mars árið 2015 og sérstaklega á forsendum þess að hann átti að baki fleiri flugslys, atvik, óeðlilega margar endurteknar á flugprófum auk þess sem hann hafði nokkrum sinnum fallið á hæfnisprófi með flugdómara.

Þá segir að Kirst hafði verið fundinn sekur í desember árið 2017 fyrir að hafa í tvö skipti hróflað við aðstæðum á slysstað og í eitt skipti hafði hann flogið án þess að hafa flugmannsskírteini í gildi.

Flugmaðurinn hafði atvinnuflugmannsskírteini og var flugvélin í eigu fyrirtæki hans, Kirst Aviation, en flugvélin var í útsýnisflugi þegar slysið átti sér stað.

Flugmaðurinn, sem var 57 ára þegar slysið átti sér stað, var einnig flugkennari með réttindi til kennslu á einshreyfils flugvélar og hafði hann hann einnig áritun fyrir sjóflugvélar. Fram kemur að hann var með 4.759 flugtíma að baki.

Þá segir í skýrslunni að eina orsökina megi rekja til skorts á eftirliti hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er varðar eftirlit með flugrekstri hjá fyrirtækinu Kirst Aviations.  fréttir af handahófi

Svíþjóð hafnar beiðni Norwegian um ríkisábyrgð

19. ágúst 2020

|

Eftir að hafa rétt náð að þrauka í gegnum fyrri bylgju COVID-19 faraldursins stendur norska flugfélagið Norwegian núna frammi fyrir miklum vanda þar sem sænska ríkisstjórnin hefur hafnað beiðni féla

Qantas sér ekki fram á millilandaflug fyrr en í júlí 2021

24. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér ekki fram á að fljúga neitt einasta millilandaflug að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar og telur félagið að það muni ekki hefja millilandaflug að ráði fyrr en kom

Eldur kviknaði í Boeing 777 fraktþotu í Shanghai

22. júlí 2020

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 777F frá Ethiopian Airlines skemmdist í eldsvoða á Pudong-flugvellinum í Shanghai í Kína í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00