flugfréttir

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

- Segja flugvöllinn ekki lengur mikilvægan sökum COVID-19

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:44

Sögu Bromma-flugvallarins í Stokkhólmi má rekja aftur til ársins 1936

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldursins.

Þegar Gústaf fimmti, Svíakongungur, opnaði Bromma-flugvöllinn árið 1936 var flugvöllurinn einn sá fyrsti í Evrópu til þess að hafa flugbraut með steyptu yfirlagi og jókst flugumferð um völlinn jafnt og þétt eftir seinni heimstyrjöldina.

Þegar þotuöldin hófst kom í ljós að þotur þurftu mun lengri flugbrautir og var þá ráðist í framkvæmdir á Arlanda-flugvellinum sem opnaði árið 1962 og tók hann við hlutverki Bromma-flugvallarins sem aðalflugvöllur fyrir Stokkhólm.

Þótt að Bromma-flugvöllurinn hefur gengt lykilhlutverki sem innanlandsflugvöllur og verið í mörg ár sá þriðji stærsti í Svíþjóð á eftir Arlanda og Gautaborgarflugvellinum þá hefur í mörg ár verið mikil þrýstingur á að láta loka flugvellinum og færa alla flugumferð yfir á Arlanda-flugvöll.

Bromma-flugvöllurinn er sá 3. stærsti í Svíþjóð

Stjórnmálamenn, umhverfissinnar og íbúar í nágrenni flugvallarins hafa farið fram á að starfsemi flugvallarins lýði undir lok og var lagt til að flugvellinum yrði lokað árið 2022 en sænska ríkisstjórnin mótmælti því á sínum tíma þar sem að flugvöllurinn væri nauðsynlegur fyrir Stokkhólm og hefði hann leyfi til að vera starfræktur áfram til ársins 2038.

Þessar röksemdir eru í dag taldar vera orðnar úreltar og talið er að fljótlega gætu gröfur og stórvirkar vinnuvélar mætt á staðinn og hafist handa við að gera grunn fyrir nýjar íbúðir sem eiga að rísa á svæðinu.

Ríkisstjórn Svíðþjóðar hefur á þessi ári látið Swediavia gera úttekt varðandi notagildið fyrir Bromma-flugvöllinn í ljósi COVID-19 faraldursins og hefur flugvallarfyrirtækið birt niðurstöður sínar.

Douglas DC-7 flugvél frá SAS á Bromma-flugvellinum í apríl árið 1965

Þar segir að vegna breytts ástands í flugmálum sé álitið að áframhaldandi flugstarfsemi á Bromma-flugvellinum sé ekki lengur nauðsynleg og sé mögulegt að öll starfsemi vallarins gæti mögulega færst yfir á Arlanda-flugvöllinn.

Swedavia hefur samt sett eitt skilyrði fyrir því að Bromma-flugvellinum yrði lokað sem er að tryggja að Arlanda-flugvöllurinn geti tekið við starfseminni til lengri tíma litið.

Þá hafði sænska ríkið sett það sem skilyrði að Arlanda-flugvöllur þyrfti að fá eina flugbraut til viðbótar áður en Bromma-flugvellinum yrði lokað. Boltinn er núna hinsvegar hjá Swedavia sem mun taka lokaákvörðunina.

Í dag eru fimm flugfélög sem fljúga um Bromma-flugvöllinn til 8 áfangastaða en þau eru AirGotland, Air Leap, Amapoly Flyg, Brussels Airlines og Finnair.  fréttir af handahófi

Umsóknir streyma inn til flestra flugskóla vestanhafs

10. janúar 2021

|

Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri ums

Neytti áfengis og fíkniefna nóttina fyrir flug til Kanarí

15. nóvember 2020

|

Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanar

Staðráðnir í að hefja flug um Heathrow þrátt fyrir höfnun

19. nóvember 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet er staðráðið í að geta hafið áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London þrátt fyrir að umsókn félagsins um 14 daglegar brottfarir og komur um Heathrow hafi nýleg

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00