flugfréttir
Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi
- Segja flugvöllinn ekki lengur mikilvægan sökum COVID-19

Sögu Bromma-flugvallarins í Stokkhólmi má rekja aftur til ársins 1936
Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldursins.
Þegar Gústaf fimmti, Svíakongungur, opnaði Bromma-flugvöllinn árið 1936 var flugvöllurinn einn sá fyrsti
í Evrópu til þess að hafa flugbraut með steyptu yfirlagi og jókst flugumferð um völlinn jafnt og þétt eftir
seinni heimstyrjöldina.
Þegar þotuöldin hófst kom í ljós að þotur þurftu mun lengri flugbrautir og var þá ráðist í framkvæmdir
á Arlanda-flugvellinum sem opnaði árið 1962 og tók hann við hlutverki Bromma-flugvallarins sem aðalflugvöllur
fyrir Stokkhólm.
Þótt að Bromma-flugvöllurinn hefur gengt lykilhlutverki sem innanlandsflugvöllur og verið í mörg ár
sá þriðji stærsti í Svíþjóð á eftir Arlanda og Gautaborgarflugvellinum þá hefur í mörg ár verið mikil þrýstingur á að láta loka
flugvellinum og færa alla flugumferð yfir á Arlanda-flugvöll.

Bromma-flugvöllurinn er sá 3. stærsti í Svíþjóð
Stjórnmálamenn, umhverfissinnar og íbúar í nágrenni flugvallarins hafa farið fram á að starfsemi flugvallarins
lýði undir lok og var lagt til að flugvellinum yrði lokað árið 2022 en sænska ríkisstjórnin mótmælti því á sínum
tíma þar sem að flugvöllurinn væri nauðsynlegur fyrir Stokkhólm og hefði hann leyfi til að vera
starfræktur áfram til ársins 2038.
Þessar röksemdir eru í dag taldar vera orðnar úreltar og talið er að fljótlega gætu gröfur og stórvirkar
vinnuvélar mætt á staðinn og hafist handa við að gera grunn fyrir nýjar íbúðir sem eiga að rísa á svæðinu.
Ríkisstjórn Svíðþjóðar hefur á þessi ári látið Swediavia gera úttekt varðandi notagildið fyrir Bromma-flugvöllinn
í ljósi COVID-19 faraldursins og hefur flugvallarfyrirtækið birt niðurstöður sínar.

Douglas DC-7 flugvél frá SAS á Bromma-flugvellinum í apríl árið 1965
Þar segir að vegna breytts ástands í flugmálum sé álitið að áframhaldandi flugstarfsemi á Bromma-flugvellinum
sé ekki lengur nauðsynleg og sé mögulegt að öll starfsemi vallarins gæti mögulega færst yfir á Arlanda-flugvöllinn.
Swedavia hefur samt sett eitt skilyrði fyrir því að Bromma-flugvellinum yrði lokað sem er að tryggja að
Arlanda-flugvöllurinn geti tekið við starfseminni til lengri tíma litið.
Þá hafði sænska ríkið
sett það sem skilyrði að Arlanda-flugvöllur þyrfti að fá eina flugbraut til viðbótar áður en Bromma-flugvellinum
yrði lokað. Boltinn er núna hinsvegar hjá Swedavia sem mun taka lokaákvörðunina.
Í dag eru fimm flugfélög sem fljúga um Bromma-flugvöllinn til 8 áfangastaða en þau eru AirGotland, Air Leap, Amapoly Flyg,
Brussels Airlines og Finnair.


10. janúar 2021
|
Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri ums

15. nóvember 2020
|
Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanar

19. nóvember 2020
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet er staðráðið í að geta hafið áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London þrátt fyrir að umsókn félagsins um 14 daglegar brottfarir og komur um Heathrow hafi nýleg

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.