flugfréttir

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

- Segja flugvöllinn ekki lengur mikilvægan sökum COVID-19

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:44

Sögu Bromma-flugvallarins í Stokkhólmi má rekja aftur til ársins 1936

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldursins.

Þegar Gústaf fimmti, Svíakongungur, opnaði Bromma-flugvöllinn árið 1936 var flugvöllurinn einn sá fyrsti í Evrópu til þess að hafa flugbraut með steyptu yfirlagi og jókst flugumferð um völlinn jafnt og þétt eftir seinni heimstyrjöldina.

Þegar þotuöldin hófst kom í ljós að þotur þurftu mun lengri flugbrautir og var þá ráðist í framkvæmdir á Arlanda-flugvellinum sem opnaði árið 1962 og tók hann við hlutverki Bromma-flugvallarins sem aðalflugvöllur fyrir Stokkhólm.

Þótt að Bromma-flugvöllurinn hefur gengt lykilhlutverki sem innanlandsflugvöllur og verið í mörg ár sá þriðji stærsti í Svíþjóð á eftir Arlanda og Gautaborgarflugvellinum þá hefur í mörg ár verið mikil þrýstingur á að láta loka flugvellinum og færa alla flugumferð yfir á Arlanda-flugvöll.

Bromma-flugvöllurinn er sá 3. stærsti í Svíþjóð

Stjórnmálamenn, umhverfissinnar og íbúar í nágrenni flugvallarins hafa farið fram á að starfsemi flugvallarins lýði undir lok og var lagt til að flugvellinum yrði lokað árið 2022 en sænska ríkisstjórnin mótmælti því á sínum tíma þar sem að flugvöllurinn væri nauðsynlegur fyrir Stokkhólm og hefði hann leyfi til að vera starfræktur áfram til ársins 2038.

Þessar röksemdir eru í dag taldar vera orðnar úreltar og talið er að fljótlega gætu gröfur og stórvirkar vinnuvélar mætt á staðinn og hafist handa við að gera grunn fyrir nýjar íbúðir sem eiga að rísa á svæðinu.

Ríkisstjórn Svíðþjóðar hefur á þessi ári látið Swediavia gera úttekt varðandi notagildið fyrir Bromma-flugvöllinn í ljósi COVID-19 faraldursins og hefur flugvallarfyrirtækið birt niðurstöður sínar.

Douglas DC-7 flugvél frá SAS á Bromma-flugvellinum í apríl árið 1965

Þar segir að vegna breytts ástands í flugmálum sé álitið að áframhaldandi flugstarfsemi á Bromma-flugvellinum sé ekki lengur nauðsynleg og sé mögulegt að öll starfsemi vallarins gæti mögulega færst yfir á Arlanda-flugvöllinn.

Swedavia hefur samt sett eitt skilyrði fyrir því að Bromma-flugvellinum yrði lokað sem er að tryggja að Arlanda-flugvöllurinn geti tekið við starfseminni til lengri tíma litið.

Þá hafði sænska ríkið sett það sem skilyrði að Arlanda-flugvöllur þyrfti að fá eina flugbraut til viðbótar áður en Bromma-flugvellinum yrði lokað. Boltinn er núna hinsvegar hjá Swedavia sem mun taka lokaákvörðunina.

Í dag eru fimm flugfélög sem fljúga um Bromma-flugvöllinn til 8 áfangastaða en þau eru AirGotland, Air Leap, Amapoly Flyg, Brussels Airlines og Finnair.  fréttir af handahófi

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

Blásið til hátíðar vegna opnunar á Brandenburg-flugvellinum

24. júlí 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirhuguð er mikil opnunarhátíð vegna opnun flugvallarins með viðburðum sem munu standa yfir frá 25. októb

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00