flugfréttir

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

- Electrifly-in & Symposium 2020 fór fram um helgina í Sviss

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:25

Electrifly-in & Symposium flughátíðin í Sviss er ein stærsta rafmangsflugvélasýning sem fram fer í Evrópu

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

Þetta er ein stærsta flughátíðin í Evrópu þar sem aðeins rafmagnsflugvélar koma fram og sína listir sínar og eru til sýnis en einnig var fjöldi fyrirlesara sem héldu ræðu og greindu frá því helsta sem er að gerast í framleiðslu og þróun á litlum rafmagnsflugvélum.

Electrifly-in & Symposium flughátíðin fer næst fram 11-12. september árið 2021

Um fjórtán fyrirtæki og aðilar sýndu eða greindu frá þeim 16 rafmagnsflugvélum sem verið er að þróa og þar á meðal Pipistrel sem sýndi Velis Electro flugvélina sem fengið hefur vottun frá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) auk þess sem svissneska sprotafyrirtækið Smartflyer kynnti nýja tvinn-rafmangsflugvél sem nefnist SFX1.

Hápunktur helgarinnar á sýningunni var þegar eTrophy-bikarinn var veittur fyrir lengsta flugið sem rafmagnsflugvél lagði á sig til að fljúga á sýninguna án þess að hafa viðdvöl.

Klaus Ohlmann fékk eTrophy-bikarinn fyrir að hafa flogið lengsta rafknúna flugið til að komast á flugsýninguna

Bikarinn hlaut Klaus Ohlmann sem flaug Lange Antares 20E flugvélinni sinni alls 357 kílómetra frá Serres Le Batie Montsaleon flugvellinum í Frakklandi til Grenchen.

Fram kemur að ítrustu sóttvarnarreglum hafi verið framfylgt til að láta flughátíðina verða að veruleika og fengu gestgjafarnir hrós fyrir hversu vel til tókst.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Uppsagnir 114 flugmanna hjá Icelandair dregnar til baka

16. júlí 2020

|

Icelandair stefnir á að draga til baka uppsagnir meðal 114 flugmanna hjá félaginu sem þýðir að 139 flugmenn munu starfa hjá félaginu frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er haft eftir Jóni Þóri Þorva

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

Nýr skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands

26. ágúst 2020

|

Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn sem skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands en skólinn varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00