flugfréttir

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:08

Flugvélar Southwest Airlines á Midway-flugvellinum í Chicago

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Flugvélarnar verða kyrrsettar á meðan þær verða vigtaðar upp á nýtt en rangar upplýsingar um þyngd vélanna skekkir upplýsingar um flugtaksþyngd og aðra útreikninga varðandi afkastagetu þeirra og massamiðju sem getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar er kemur að hleðslu á frakt auk þess sem hámarksflugtaksþungi getur farið yfir leyfileg mörk.

Southwest Airlines segir að misræmið nemi 75 pundum (lbs) sem samsvarar 34 kílóum og hefur verið ákveðið af varúðaráðstöfunum að leggja vélunum tímabundið.

Í janúar á þessu ári lýstu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) yfir því að til stæði að sekta Southwest Airlines um 538 milljónir króna þar sem í ljós kom að félagið hafði flogið 21.505 flugferðir frá 1. maí til 9. ágúst árið 2018 með 44 þotum sem allar áttu það sameiginlegt að tómaþyngd vélanna var ekki í samræmi við gögn flugfélagsins.  fréttir af handahófi

Hlutabréf í flugiðnaðinum hækka vegna nýs bóluefnis

16. nóvember 2020

|

Hlutabréf í mörgum flugfélögum og fyrirtækjum í flugiðnaðinum tóku kipp og hækkuðu töluvert í dag eftir að fregnir bárust af því að bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hafi tekist að þróa nýtt bóluefn

Íhuga að hefja aftur flug til Noregs vegna eftirspurnar

16. nóvember 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways íhugar nú að hefja aftur flug til Noregs vegna aukinnar eftirspurnar eftir flugsamgöngum á milli Færeyja og Noregs.

Avion Express sækir um vernd frá kröfuhöfum

1. desember 2020

|

Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00