flugfréttir

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

- Fjöldi íbúar í hverfunum hafa starfað í marga áratugi á Heathrow-flugvelli

17. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Götumynd frá King Street í Southall-hverfinu í London nálægt Heathrow-flugvellinum

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinum þar sem fjöldi íbúa sem þar búa hafa misst vinnuna sína eftir að hafa starfað á Heathrow.

Um er að ræða hverfi á borð við Southall, Hounslow, Slough og Hillingdon en í þessum hverfum búa margir af asískum og indverskum uppruna sem hafa haft lífsviðurværi af störfum tengdum flugvellinum.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins og Virendra Sharma, bæjarfulltrúi í Ealing Southall, greindu frá því að sambærileg staða gæti komið upp líkt og þegar kolaiðnaðurinn hrundi á Englandi á níunda áratugnum vegna aðgerða ríkisstjórnar Margaret Thatcher sem varð til þess að fjölda hverfa lögðust í eyði á norðurhluta Englands.

„Svæði nálægt Heathrow-flugvellinum gætu orðið að draugabæjum ef ekki er gripið til neinna aðgerða. Tugþúsundir mann, flestir frá Indlandi og öðrum svæðum í Asíu, sem hafa unnið á Heathrow í gegnum allt að þrjár kynslóðir, hafa misst vinnuna sína“, segir Holland-Kaye.

Tómlegra hefur verið um að litast á Terminal 5 flugstöðinni á Heathrow-flugvelli en sl. ár

Holland-Kaye segir að breska ríkisstjórnin hafi enga ákveðna stefnu í gangi varðandi framhaldið hvort sem varðar Heathrow eða Gatwick-flugvöll en nú þegar er búið að skrifa bréf og senda til ríkisstjórnarinnar varðandi erindið.

Sharma segir að hann sé þegar farinn að sjá áhrifin verða að veruleika en í Hounslow-hverfinu búa um 11.000 manns sem starfa á Heathrow-flugvelli og í nærliggjandi hverfum eru aðrir 27.000 íbúar sem starfa með einum eða öðrum hætti við flugiðnaðinn sem tengist Heathrow.

Þess má geta að á hverjum degi í ágúst í fyrra fóru 221.000 farþegar um Heathrow-flugvöll en daglegur fjöldi farþega seinasta mánuði voru um 27.000 farþegar.

Holland-Kaye hefur farið fram á við ríkisstjórn Boris Johnson að gefið verði leyfi fyrir að setja upp
COVID-19 skimunarstöðvar á Heathrow-flugvellinum svo hægt verði að fjölga flugferðum á ný sem myndi hraða fyrir batanum með aukinni flugumferð hægt og rólega.  fréttir af handahófi

Wings of Lebanon hættir rekstri

2. september 2020

|

Flugfélagið Wings of Lebanon hefur hætt starfsemi sinni vegna viðvarandi ástands í flugheiminum vegna kórónaveirufaraldursins.

Framleiðsla á Boeing 787 gæti heyrt sögunni til í Everett

25. ágúst 2020

|

Orðrómur er um að Boeing muni í næsta mánuði taka ákvörðun varðandi að sameina framleiðsluna á Dreamliner-þotunum svo hún verði aðeins smíðuð á einum stað en í dag er Boeing 787 framleidd í Everett

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00