flugfréttir

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:09

Ein af hverjum fimm flugferðum sem Ryanair áætlaði að fljúga í október verða felldar niður

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Þetta bætist ofan á annan 20 prósenta samdrátt sem lágfargjaldafélagið írska hafði tilkynnt um í ágúst fyrir september og október.

Ryanair segir að félagið neyðist til þess að skera niður leiðarkerfið þar sem bókunum hefur fækkað verulega sem má rekja til ferðatakmarkanna í flestum löndum vegna kórónaveirufaraldursins.

Miklar líkur eru á því að Ryanair þurfi að halda áfram að fækka flugferðum í vetur og minnka þau umsvif sem félagið gerði ráð fyrir í vetraráætlun sinni sem nær frá nóvember fram í mars.

Ryanair er ekki eina lágfargjaldafélagið í Evrópu sem hefur þurft að draga úr auknum umsvifum og bjartsýni varðandi batahorfur í fluginu en Wizz Air hefur einnig dregið úr tíðni á ferðum í haust.

Ryanair segir að félagið sé mjög vonsvikið gagnvart sinnuleysi stjórnvalda í ríkjum Evrópu er varðar aðgerðir til þess að koma flugiðnaðinum aftur í gang og fordæmir aðgerðir er varða sóttkví og takmarkanir sem félagið segir að séu ekki að skila árangri.  fréttir af handahófi

Ætla að losa sig við helminginn af Dreamliner-þotunum

31. ágúst 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian stefnir á að losa sig við um helminginn af öllum þeim Dreamliner-þotum sem félagið hefur haft í rekstri.

Loka flugstöð á Manchester-flugvelli vegna fárra farþega

24. ágúst 2020

|

Stjórn flugvallarins í Manchester hefur ákveðið að loka einni af þremur flugstöðvum vallarins vegna þess hversu fáir farþegar hafa farið um flugstöðina vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

14. september 2020

|

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00