flugfréttir

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

- Önnur Fokker 50 flugvélin hjá Silverstone Air sem eyðileggst á einu ári

19. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Flak Fokker 50 flugvélarinnar við steinvegginn þar sem hún staðnæmdist

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Flugvélin var í fraktflugi og fór hún í loftið frá Aden Adde flugvellinum í Mogadishu nokkrum mínútum áður en skömmu síðar óskuðu flugmennirnir eftir því að snúa við og lenda aftur í Mogadishu.

Er vélin lenti fór hún út af flugbrautinni og hafnaði á vegg við enda brautarinnar. Um borð voru fjögurra manna áhöfn og komust allir lífs af en fram kemur að báðir flugmennirnir eru slasaðir.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beledweyne sem er í 300 kílómetra fjarlægð norður af Mogadishu.

Fokker 50 flugvélin bar skráninguna 5Y-MHT og var hún í eigu flugfélagsins Silverstone Air í Kenýa. Flugvélin, sem var smíðuð árið 1998, var fyrst afhent til Luxair en árið 2005 fór hún til Svíþjóðar þar sem hún var bæði í flota Skyways Airlines og Amapola Flyg.

Flugfélagið Silverstone Air hefur verið undir smásjá hjá flugmálayfirvöldum í Kenýa vegna tíðra flugslysa og atvika og var farið fram á að framkvæma rannsókn á starfsemi félagsins.

Þetta er önnur Fokker 50 flugvél félagsins sem eyðileggst í flugslysi en tæpt ár er síðan að Fokker 50 vél, sem var áður í flota Flugfélags Íslands, eyðilagðist er hún rann út af flugbraut í flugtaki í Nairobi í Kenýa í október 2019.

Flugvélin var í flugrekstri hjá Silverstone Air í Kenýa  fréttir af handahófi

Airbus: Ástandið í fluginu fer versnandi

4. október 2020

|

Ástandið í fluginu fer versnandi að sögn Michael Schoellhorn, rekstarstjóra Airbus, sem segir að fjölgandi tilfellum af smitum af kórónaveirunni í heiminum og enduruppteknar ferðatakmarkanir í flestum

Boeing 737 verður breytt í fraktvélar í Kína og í Singapore

21. september 2020

|

Boeing hefur tilkynnt að til stendur að taka í notkun aðstöður á tveimur stöðum í Asíu þar sem Boeing 737 þotum verður breytt í fraktflugvélar.

Fraktflugvél fórst skömmu eftir flugtak í Suður-Súdan

22. ágúst 2020

|

Sjö eru látnir í flugslysi í Suður-Súdan eftir að fraktflugvél af gerðinni Antonov An-26B fórst skömmu eftir flugtak í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00