flugfréttir

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

- Önnur Fokker 50 flugvélin hjá Silverstone Air sem eyðileggst á einu ári

19. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Flak Fokker 50 flugvélarinnar við steinvegginn þar sem hún staðnæmdist

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Flugvélin var í fraktflugi og fór hún í loftið frá Aden Adde flugvellinum í Mogadishu nokkrum mínútum áður en skömmu síðar óskuðu flugmennirnir eftir því að snúa við og lenda aftur í Mogadishu.

Er vélin lenti fór hún út af flugbrautinni og hafnaði á vegg við enda brautarinnar. Um borð voru fjögurra manna áhöfn og komust allir lífs af en fram kemur að báðir flugmennirnir eru slasaðir.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beledweyne sem er í 300 kílómetra fjarlægð norður af Mogadishu.

Fokker 50 flugvélin bar skráninguna 5Y-MHT og var hún í eigu flugfélagsins Silverstone Air í Kenýa. Flugvélin, sem var smíðuð árið 1998, var fyrst afhent til Luxair en árið 2005 fór hún til Svíþjóðar þar sem hún var bæði í flota Skyways Airlines og Amapola Flyg.

Flugfélagið Silverstone Air hefur verið undir smásjá hjá flugmálayfirvöldum í Kenýa vegna tíðra flugslysa og atvika og var farið fram á að framkvæma rannsókn á starfsemi félagsins.

Þetta er önnur Fokker 50 flugvél félagsins sem eyðileggst í flugslysi en tæpt ár er síðan að Fokker 50 vél, sem var áður í flota Flugfélags Íslands, eyðilagðist er hún rann út af flugbraut í flugtaki í Nairobi í Kenýa í október 2019.

Flugvélin var í flugrekstri hjá Silverstone Air í Kenýa  fréttir af handahófi

Facebook-grúppa tekur á leigu A380 risaþotu

1. nóvember 2020

|

Facebook-grúppa, sem samanstendur af flugþyrstum japönskum einstaklingum sem eru virkilega farnir að sakna þess að fljúga, hafa tekið á leigu Aibus A380 risaþotu í þeim tilgangi að komast í flug eftir

Erlend flugfélög fylla í skarð Montenegro Airlines

30. desember 2020

|

Erlend flugfélög eru þegar farin að undirbúa sig til þess að fylla í það skarð sem flugfélagið Montenegro Airlines hefur skilið eftir sig í Svartfjallalandi.

Aflýsa öllu flugi um Írland í einn mánuð nema Dublin

2. nóvember 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur ákveðið að aflýsa öllu flug frá öllum flugvöllum á Írlandi nema Dublin í einn mánuð frá og með
14. nóvember næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.