flugfréttir

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

- Eigandi flugvélakirkjugarðs sér fram á mikla eftirspurn eftir fraktflugvélum

19. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Allar Boeing 757-200 þoturnar tuttugu og fjórar eru í dag í geymslu í flugvélakirkjugarðinum í Roswell í Nýju-Mexíkó

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Allar þoturnar eru í dag í geymslu í flugvélakirkjugarðinum í Roswell í New Mexico og á geymslusvæði í Goodyear í Arizona en AerSale á og rekur flugvélageymslusvæðið í Roswell og annast einnig viðskipti með flugvélar og varahluti.

Miklar líkur eru á því að flestar af þessum Boeing 757-200 þotum hefðu annars farið í niðurrif og endað í varahlutum en með aukinni eftirspurn eftir flutningum á vörum með flugi sér AerSale tækifæri á því að breyta þotunum yfir í fraktflugvélar til að anna eftirspurninni í fraktfluginu.

Boeing 757-200 þoturnar koma allar með RB211 hreyflum frá Rolls-Royce og eru þær meðal 500 annarra flugvéla sem eru í geymslu á Roswell og Goodyear.

Flestar stórar þotur sem lenda í Roswell fljúga aldrei aftur og eru að fljúga þá sitt síðasta flug

„Fyrir tíma COVID-19 þá var flogið með meira magn af frakt í fraktrými á farþegaþotum heldur en gert var með fraktflugvélum. Í ljósi þeirrar niðursveiflu sem hefur orðið í farþegaflugi og sprengingu í sölu á vörum í gegnum Netið þá er komin upp skortur á fraktflugvélum um ókomna framtíð“, segir Craig Wright hjá AerSale.

AerSale þjónustar fyrirtæki í flugrekstri og flugfélög um varahluti fyrir stórar flugvélar, flestar af gerðinni Boeing, Airbus og McDonnell Douglas og sér fyrirtækið um dreifingu, sölu og þjónustu á flugvélapörtum fyrir flugvélaverkstæði og viðhaldsstöðvar um allan heim.  fréttir af handahófi

Kenna flugumferðarstjórum um Kobe Bryant flugslysið

27. ágúst 2020

|

Þyrlufyrirtækið og flugrekandi þyrlu af gerðinni Sikorsky S-76B, sem fórst í janúar á þessu ári með fyrrum L.A. Lakers körfuboltastjörnunni Kobe Bryant um borð auk átta annara með þeim afleiðingum að

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00