flugfréttir

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

- Án COVID-19 hefði leigusamningur á flestum flugvélum verið endurnýjaður

22. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

IBA telur að flugfélögin eigi eftir að skila um 1.300 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Þetta kemur fram í spá fyrirtækisins IBA (International Bureau of Aviation) sem gerir ráð fyrir að 1.300 flugvélum og þar af 200 breiðþotum verði skilað til eigenda sinna fram á næsta ár án þess að neinn nýr leigutaki sé í sjónmáli.

IBA segir að ef kórónaveirufaraldurinn hefði ekki komið upp væru miklar líkur á að leigusamningar á flestum þessum flugvélum hefðu verið framlengdir en vegna ástandsins í dag sé það mjög ólíklegt.

Fram kemur að sú óvíssa sem ríkir í fluginu eigi eftir að brjóta þá hefð sem upp hefur verið þar sem viðstöðulaust flæði hefur verið á afhendingum á nýjum þotum frá framleiðanda til flugfélags í gegnum flugvélaleigur.

Þá sér IBA fram á mikinn fjölda af strangari reglugerðum og fleiri málaferlum og deilum milli flugfélaga og flugvélaleiga varðandi afhendingar og endurgerða samninga á leigu eftir faraldurinn.

Einnig er séð fram á færri heimsóknir á viðhaldsstöðvar fyrir stuttar skoðanir á flugvélum og ástandi á hreyflum en slíkar skoðanir voru um 3.200 árið 2019 og var því spáð að þeim myndi fjölga upp í 4.500 árið 2023. Núna er séð fram á að slíkar skoðanir verði aðeins um 1.000 í ár og verði 4.500 skoðunum á ári ekki náð fyrr en árið 2026.  fréttir af handahófi

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

IATA: Flugiðnaðurinn ennþá að mestu leyti lamaður

2. september 2020

|

Þrátt fyrir að flugferðum hafi farið fjölgandi í sumar og eftirspurn eftir flugi hafi aukist í júlí í heiminum að einhverju leyti þá segja Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) að flugiðnaðurinn sé samt

Airbus fær pöntun í fjórar A320neo þotur

14. október 2020

|

Airbus tilkynnti í dag að flugvélaframleiðandinn hafi fengið staðfesta pöntun í fjórar Airbus A320neo þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00