flugfréttir

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

- Leggja til að samdæmd skimun fari fram á helstu flugvöllum heimsins

22. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:31

Alexandre de Juniac, formaður IATA, segir að núverandi sóttvarnir og reglur um sóttkví séu að drepa flugiðnaðinn

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir kórónaveirunni áður en þeir fara um borð í flug.

Þetta segir Alexandre de Juniac, formaður IATA, sem fer fram á að ríki heimsins taki þessa hugmynd til skoðunar og komi upp samræmdri skoðun sem skráð er inn í gagnagrunn svo hægt sé að hefja skimanir á öllum farþegum fyrir brottför.

IATA segir að þetta sé eina lausnin til þess að laga ástandið og binda endi á þá lömun sem átt hefur sér stað í millilandaflugi í heiminum en Alexandre segir að núverandi sóttvarnarreglur séu að „drepa iðnaðinn“ og hindra bataferlið í fluginu.

„Ef litið er á tölurnar frá því að mörg lönd byrjuðu að opna að einhverju ráði landamæri sín þá hefur bataferlið er varðar áætlunarflug í heiminum valdið verulegum vonbrigðum. Millilandaflug í heiminum í júlí var aðeins 8% af því sem var í júlí í fyrra“, segir Alexandre.

Alexandre segir að ekki séu mörg merki um að ástandið eigi eftir að lagast vegna þeirrar annarrar bylgju faraldursins sem ríður nú yfir heimsbyggðina.

IATA telur að eina leiðin til að koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang sé að skima alla farþega fyrir brottför

Samkvæmt könnun sem gerð var þá voru um 83% ferðamanna og farþega sem svöruðu að þeir ætla ekki að ferðast á meðan reglur um sóttkví eru í gildi í viðkomandi landi - „Þetta sýnir að flugiðnaðurinn mun ekki ná sér nema að við finnum aðrar lausnir“.

IATA ætlar sér að vinna með Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld til að hrinda af stað drögum að skimunum fyrir farþega fyrir brottför á helstu flugvöllum heimsins svo þeir geti fengið það staðfest hvort þeir séu smitaðir af COVID-19 eður ei og farið því áhyggjulausir um borð án þess að þurfa að fara í sóttkví á áfangastað. IATA segir að til standi að vinna að þessu mjög hratt svo hægt verði að finna lausn sem fyrst.

IATA segir að mögulega væri hægt að framkvæma slíkar skimanir fyrir litlar 1.200 krónur sem væri greitt af yfirvöldum í hverju landi fyrir sig og gætu farþegar fengið niðurstöður innan 15 mínútna.

Alexandre minnir á að yfir 65 milljónir starfa eru í húfi í heiminum sem tengjast flugiðnaðinum og að flugið sé grundvöllur fyrir því að halda uppi óskertum efnahagi og væri skimun á öllum flugvöllum lausn að því að binda endi á lokanir og ferðatakmarkanir sem eru að verða pína fyrir fólk og efnahagslífið um allan heim.  fréttir af handahófi

Fjöldi flugvalla í Kína fyrir áætlunarflug nálgast 240 velli

16. október 2020

|

Talið er að áætlunarflugvellir í Kína verði orðnir 241 talsins fyrir lok ársins 2020 en yfirvöld í Kína hafa unnið markvisst að því að undanförnu að byggja upp innviði í fluginu í landinu en að meðalt

Loka bækistöðvum á Stansted, Southend og Newcastle

18. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta endanlega allri starfsemi sinni á Southend-flugvellinum auk þess sem félagið ætlar að loka starfsstöðvum sínum á London Standsted f

330 farþegar í flugbanni fyrir að neita að nota grímur

19. ágúst 2020

|

Fjöldi þeirra flugfarþega vestanhafs sem hefur verið bannað að fljúga þar sem þeir neituðu að vera með andlitsgrímur á sér um borð í flugi telur nú yfir 300 manns.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00