flugfréttir

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

- Hvetja FAA til þess að endurskoða regluna út frá raunverulegum forsendum

23. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:54

Reglugerðir í fluginu gera ráð fyrir að flugvél skal rýmd á 90 sekúndum í neyðartilfellum

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarástand.

Í lög og reglugerðum í fluginu, bæði hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og hjá EASA í Evrópu er farið fram á að rýma skal flugvél á 90 sekúndum í nauðlendingu og einnig í neyðartilfellum.

Eftirlitsdeild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að um 30 ára gamla reglugerð sé að ræða sem þurfi að endurskoða þar sem hún er ekki í takt við flugsamgöngur eins og þær eru í dag.

Samgönguráðuneytið hvetur FAA til þess að breyta reglunni þar sem niðurstöður rannsóknar leiðir í ljós að hegðunarmynstur farþega í dag sé ekki það sama og var á árum áður þar sem farþegar eru gjarnir á að reyna að taka með sér handfarangur frá borði þrátt fyrir að slíkt sé bannað auk þess sem sumir farþegar hafa með sér dýr sem veita þeim andlegan stuðning.

Fram kemur að FAA hafi ekki haldið utan um tölfræðilegar upplýsingar varðandi hvað rýming á flugvél taki í raun og veru langan tíma þegar neyðartilfelli eiga sér stað og sé eingöngu farið eftir gögnum frá flugvélaframleiðanda sem eru orðin meira en tveggja áratuga gömul.

Þá segir að flugfélög séu farin að koma fyrir fleiri sætum um borð í flugvélar sínar þar sem sæti eru farin að taka minna pláss en þau gerðu fyrir mörgum árum síðan og með þrengra bili á milli sæta sem gerir það að verkum að rýming getur tekið lengri tíma en þær 90 sekúndur sem reglugerð gerir ráð fyrir.

FAA er hvatt til þess að endurskoða þennan tímaramma með því að fara yfir flugslysagögn og rýna í tölfræðilegar upplýsingar frá neyðartilfellum og framkvæma prófanir á því hversu langan tíma það tekur í raun að rýma flugvél.

FAA hefur svarað samgönguráðuneytinu þar sem flugmálayfirvöld samþykkja þessi tilmæli.  fréttir af handahófi

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

DA20 fer aftur í framleiðslu

24. september 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur tilkynnt um að framleiðsla hefur hafist á ný á Diamond DA20-C1 flugvélinni.

Flugleiðin á milli London og Dubai sú fjölfarnasta í dag

2. október 2020

|

Flugleiðin á milli Heathrow-flugvallarins í London og Dubai er í dag orðin fjölfarnasta flugleið veraldar en þessi flugleið var í 5. sæti árið 2019 yfir þær fjölförnustu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00