flugfréttir

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

- Avianca greiddi bónusa fimm dögum áður en sótt var um gjaldþrotavernd

24. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:04

Anco van der Werff, framkvæmdarstjóri Avianca, fyrir miðju og Adrian Neuhauser, fjármálastjóri félagsins, til hægri

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt starfsmönnum sínum laun vegna kórónaveirufaraldursins.

Fram kemur að stjórn Avianca hafi greitt stjórnarformönnum samtals 832 milljónir króna í arðgreiðslur en á sama tíma var félagið einnig að sækja um gjaldþrotavernd vegna þess ástands sem var komið upp í flugiðnaðinum vegna COVID-19.

Samkvæmt gögnum sem gjaldþrotadómstóll hefur undir höndum kemur fram að flugfélagið hafi greitt Anco van der Werff, framkvæmdarstjóra félagsins, 513 milljónir í bónusgreiðslur auk þess sem Adrian Neuhauser, fjármálastjóri félagsins, fékk 388 milljónir í bónusgreiðslu.

Greiðslurnar voru greiddar til þessara yfirmanna þann 6. maí en fimm dögum síðar sótti Avianca um gjaldþrotameðferðina Chapter 11 í Bandaríkjunum og fór fram á greiðslustöðvun.

Avianca hefur réttlætt þessar bónusgreiðslur og sagt að það hafi verið nauðsynlegt að greiða laun til þessara yfirmanna svo þeir gætu haldið áfram að starfa sem stjórnendur fyrir flugfélagið en Avianca segir að framkvæmdarstjórinn og fjármálastjórinn hefðu annars yfirgefið flugfélagið og sótt um aðrar stöður hjá öðrum fyrirtækjum.

Á sama tíma bað Avianca um 20.000 starfsmenn um að taka að sér launalaust leyfi en flest flugfélög í Suður-Ameríku hafa ekki fengið neina styrki eða ríkisaðstoð líkt og flest flugfélög í Norður-Ameríku og í Evrópu.

Fram kemur að bónusgreiðslurnar í maí hafi verið aðrar greiðslurnar sem yfirmennirnir hafi fengið á þessu ári en þeir tóku einnig við svipuðum greiðslum fyrr skömmu eftir áramót.  fréttir af handahófi

Boeing 727 rann út af braut í Venezúela

22. október 2020

|

Fraktþota af gerðinni Boeing 727 rann út af braut á flugvellinum í borginni Valencia í Venezúela sl. þriðjudag.

Dash-8-400 þær fyrstu til að uppfylla kröfur ICAO um hávaða

2. september 2020

|

Flugvélafyrirtækið De Havilland Aircraft í Kanada tilkynnt í gær að Dash-8 400 flugvélarnar hafi fengið útgefna sérstaka vottun og uppfylla héðan í frá nýjar kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICA

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00