flugfréttir

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

- Avianca greiddi bónusa fimm dögum áður en sótt var um gjaldþrotavernd

24. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:04

Anco van der Werff, framkvæmdarstjóri Avianca, fyrir miðju og Adrian Neuhauser, fjármálastjóri félagsins, til hægri

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt starfsmönnum sínum laun vegna kórónaveirufaraldursins.

Fram kemur að stjórn Avianca hafi greitt stjórnarformönnum samtals 832 milljónir króna í arðgreiðslur en á sama tíma var félagið einnig að sækja um gjaldþrotavernd vegna þess ástands sem var komið upp í flugiðnaðinum vegna COVID-19.

Samkvæmt gögnum sem gjaldþrotadómstóll hefur undir höndum kemur fram að flugfélagið hafi greitt Anco van der Werff, framkvæmdarstjóra félagsins, 513 milljónir í bónusgreiðslur auk þess sem Adrian Neuhauser, fjármálastjóri félagsins, fékk 388 milljónir í bónusgreiðslu.

Greiðslurnar voru greiddar til þessara yfirmanna þann 6. maí en fimm dögum síðar sótti Avianca um gjaldþrotameðferðina Chapter 11 í Bandaríkjunum og fór fram á greiðslustöðvun.

Avianca hefur réttlætt þessar bónusgreiðslur og sagt að það hafi verið nauðsynlegt að greiða laun til þessara yfirmanna svo þeir gætu haldið áfram að starfa sem stjórnendur fyrir flugfélagið en Avianca segir að framkvæmdarstjórinn og fjármálastjórinn hefðu annars yfirgefið flugfélagið og sótt um aðrar stöður hjá öðrum fyrirtækjum.

Á sama tíma bað Avianca um 20.000 starfsmenn um að taka að sér launalaust leyfi en flest flugfélög í Suður-Ameríku hafa ekki fengið neina styrki eða ríkisaðstoð líkt og flest flugfélög í Norður-Ameríku og í Evrópu.

Fram kemur að bónusgreiðslurnar í maí hafi verið aðrar greiðslurnar sem yfirmennirnir hafi fengið á þessu ári en þeir tóku einnig við svipuðum greiðslum fyrr skömmu eftir áramót.  fréttir af handahófi

Neytti áfengis og fíkniefna nóttina fyrir flug til Kanarí

15. nóvember 2020

|

Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanar

Fyrsta „kóvid-fría“ flugið hjá Lufthansa

13. nóvember 2020

|

Lufthansa flaug í gær sitt fyrsta „kóvidfría“ áætlunarflug þar sem aðeins þeir farþegar, sem greinast neikvæðir við skimun fyrir kórónaveirunni, fá að fara um borð.

7.500 farþegar með Icelandair í október

8. nóvember 2020

|

7.502 farþegar flugu með Icelandair í októbermánuði sem leið sem er 2,2% af þeim farþegafjölda sem flugu með félaginu í október í fyrra en þá voru farþegar 340.674 talsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.