flugfréttir

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

- Komið í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá félaginu

28. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

BALPA hefur loksins náð að semja við flugmenn félagsins

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu annars misst vinnuna vegna kórónaveirufaraldursins.

Fram kemur að mikil vinna hafi farið í að ná samkomulagi milli flugfélagsins og flugmannafélagsins en BALPA hafði áður hafnað tveimur launakröfum og tilboðum frá easyJet.

Nýr kjarasamningur gerir ráð fyrir að um 1.500 flugstjórar og flugmenn verði áfram á launum hjá félaginu og skipti milli sín vöktum með fríum inn á milli en þeir flugmenn sem flugu frá Southend og Stansted í London og Newcastle þurfa samt að færa sig um set og fljúga frá öðrum flugvöllum.

„Þetta er merkilegur áfangi sem hefði ekki náðst nema með mikilli þrautseigju og vilja á meðal starfsmanna BALPA og easyJet en síðast en ekki síst vegna flugmanna félagsins sem hafa spennt bogann verulega mikið til þess að koma til móts við okkur“, segir Brian Strutton hjá BALPA.

Breska flugmannafélagið náði sambærilegum samningi við Ryanair í júlí í sumar þar sem farið var fram á kjaraskerðingu til að koma í veg fyrir uppsagnir og einnig náðist samningur við flugmenn British Airways í sumar og lofaði flugfélagið breska að ekki kæmi til neinna uppsagna þar sem flugmenn félagsins samþykktu launaskerðingu.  fréttir af handahófi

Dísel-útgáfa af Tecnam P2010 fær vottun frá EASA

25. október 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Stökk um borð til að stöðva af RV-6 sem tókst á loft

10. desember 2020

|

Lítil flugvél af gerðinni Van’s RV-6 tókst óvænt á loft fyrir slysni er flugvélin var að gangast undir viðhaldsskoðun í Texas í vikunni en einstaklingur, sem náði að hoppa upp í flugvélina til þess að

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00