flugfréttir

Nýtt vandamál með Boeing 787

- Nokkur tilvik þar sem „flight director“ nær ekki að grípa „localizer“ í aðflugi

28. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:53

Stjórnklefi um borð í Dreamliner-þotu

Enn eitt vandamálið hefur bæst á listann er varðar Dreamliner-þoturnar en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun og tilmæli vegna vandamál sem snertir sjálfstýringu vélanna.

Um er að ræða bilun sem getur komið upp í flugbeini í sjálfstýringu vélanna (flight director) og kemur fram að FAA hafi fengið tilkynningar um vandamálið frá nokkrum flugfélögum þar sem flugbeinirinn hefur ekki náð boðum frá miðlínusendi (localizer) í aðflugi með stóru horni sem nemur meira en 40° gráðum.

Vandamálið snertir allar gerðir af Dreamliner-þotunni, Boeing 787-8, 787-9 og Boeing 787-10, og segir að í þeim tilvikum sem vandamálið hefur komið upp hefur flugbeinirinn minnkað sjálfkrafa hornið á milli miðlínu brautarinnar og stefnu vélarinnar og hafa flugvélarnar því yfirflogið miðlínusendinn með stefnu sem samsvarar ekki brautarstefnu.

Þá segir að á sama tíma þá hafi ekki komið fram nein villuboð til að vara flugmennina við að flugvélin náði ekki að „grípa localizerinn“ og héldu flugvélarnar áfram aðfluginu og í einu tilviki með 20 til 30° gráðu skekkju.

FAA segir að í flughandbók Boeing er varðar Dreamliner-þoturnar sé vandamálið tilgreint ásamt viðeigandi aðgerðum fyrir flugmenn til að leiðrétta ef þessar aðstæður koma upp og segir að framleiðandinn að verið sé að vinna að því að koma með uppfærslur fyrir hugbúnað í samstarfi við birgja til að laga vandamálið.  fréttir af handahófi

FAA sektar flugvöllinn í Chicago vegna vetrarstarfsemi

31. ágúst 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað O´Hare-flugvöllinn í Chicago um 206 milljónir króna fyrir að hafa ekki náð að tryggja nægilegt öryggi er snýr að vetrarstarfsemi á flugvellinum á tilteknum

Flugleiðin á milli London og Dubai sú fjölfarnasta í dag

2. október 2020

|

Flugleiðin á milli Heathrow-flugvallarins í London og Dubai er í dag orðin fjölfarnasta flugleið veraldar en þessi flugleið var í 5. sæti árið 2019 yfir þær fjölförnustu.

Framlengja frjálsari kröfum um notkun á lendingarplássum

15. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að framlengja léttari kröfum varðandi notkun á lendingar- og þjónustuplássum á átta flugvöllum í Bandaríkjunum til að gera flugfélögum áfram auðveldara fyrir að

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00