flugfréttir

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:58

IATA segir að tölurnar eftir ágústmánuði sýni fram á að bataferlið í farþegaflugi sé mjög hægfara

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Ágústmánaður hefur endurspeglað að flugumferð í heiminum hefur tekið mun hægar við sér en gert var ráð fyrir sem þykir benda til þess að það muni taka lengri tíma fyrir flugið að rétta úr kútnum vegna COVID-19 faraldursins.

Fyrri spá IATA gerði ráð fyrir að flugumferð í heiminum fyrir 2020, þegar árið er á enda, yrði 63% minni samanborið við flugumferðina árið 2019 en núna er talið að sú tala fari niður í 66 prósenta samdrátt milli ára.

Fjöldi kílómetra sem flugfélögin flugu á hvern farþega lækkaði um 75.3% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra sem var samt sem áður betri útkoma heldur en í júlí þar sem sú tala fór niður í 79.5 prósenta samdrátt á milli ára.

IATA segir að aðalástæðan fyrir hægari bata í farþegaflugi séu endurupptekning á sóttvarnarreglum í flestum löndum í heiminum sem kemur í veg fyrir að fólk hafi löngun til þess að bóka flug og er séð fram á að eftirspurn eftir flugi verði áfram álíka dræm næstu mánuði alveg fram í desember.  fréttir af handahófi

PIA hættir við að afrýja flugbanni á vegum EASA

3. september 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur hætt við að afrýja dómi flugöryggisstofnunnar Evrópu (EASA) sem bannaði flugfélaginu fyrir tveimur vikum síðan að fljúga áætlunarflu

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

Uppfært þjálfunarefni fyrir 737 MAX verður kynnt í vikunni

14. september 2020

|

Í þessari viku mun hefjast yfirferð á endurskoðuðum aðferðum fyrir þjálfun á Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugmálayfirvöld frá nokkrum löndum munu fara yfir breytingar sem Boeing hefur lagt til veg

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00