flugfréttir

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

- Flugvélageymslan í Alice Springs er uppiskroppa með pláss

30. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:10

Yfir 90 flugvélar eru komnar í flugvélageymsluna í Alice Springs og er aðeins laust pláss fyrir 16 flugvélar til viðbótar en þau eru öll uppbókuð

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

Fyrirtækið Asia Pacific Aircraft Storage (APAS) hefur tekið við miklum fjölda af stórum flugvélum sem flugfélög hafa fært til langtímageymslu vegna dræmrar eftirspurnar vegna COVID-19 faraldursins.

Nú þegar hafa 94 flugvélar verið færðar í geymslu í Alice Springs og þar á meðal flugvélar frá flugfélögum á borð við Singapore Airlines, Cathay Pacific, Fiji Air, Scoot, Cathay Dragon, HG Express og Cebu Pacific og eru aðeins laus pláss fyrir sextán flugvélar til viðbótar en nú þegar er búið að bóka þau pláss.

„Fjöldi þeirra plássa sem flugfélögin hafa bókað og komið með til geymslu sýnir vel hversu mikla erfiðleika flugfélögin eru að ganga í gegnum vegna faraldursins“, segir Tom Vincent, yfirmaður hjá APAS, og tekur hann fram að fyrirtækið stefni á að fjölga núverandi stæðum úr 110 plássum upp í 200 pláss.

Risaþotur af gerðinni Airbus A380, Boeing 777 og Boeing 737 þotur eru meðal þeirra sem bíða betri daga í Alice Springs í Ástralíu

Til að ná að anna eftirspurninni hefur fyrirtækið boðið flugfélögum upp á að koma með flugvélar í geymslu á flugvellinum Toowoomba Wellcamp en í augnablikinu eru aðeins tvær flugvélar þar í geymslu og pláss fyrir fleiri flugvélar og er þegar von á fleiri vélum þangað í næstu viku.

Flugfélögin hafa kosið að velja Alice Springs þar sem þar ríkir þurrt eyðimerkurloftslag sem þýðir að lítil hætta er á að flugvélar verði þar fyrir tæringu eða ryði á sama tíma og þær gangast reglulega undir viðhaldsþjónustu og eftirlit sem nauðsynlegt er til að halda vélunum í viðunandi ástandi.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Þörf á 8.000 júmbó-fraktþotum til að dreifa bóluefni til heimsins

10. september 2020

|

Því er spáð að það þurfi allt að 8.000 stórar fraktþotur á borð við júmbó-þotuna Boeing 747 til þess að dreifa bóluefni við COVID-19 um alla heimsbyggðina þegar slíkt bóluefni kemur á markaðinn og þar

IATA lýkur við úttekt á öryggismálum hjá PIA

11. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lokið við að gera úttekt á öryggismálum og starfsemi pakistanska flugfélagsins Pakistan Internatinal Airlines (PIA).

Ryanair dregur enn frekar úr umsvifum sínum í vetur

15. október 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að draga enn meira úr fyrirhuguðum umsvifum sínum í vetur en félagið hefur birt endurgerða flugáætlun fyrir veturinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00