flugfréttir

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

- Sjá fram á mikla eftirspurn eftir flugmönnum eftir heimsfaraldurinn

30. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:42

Nýja þjálfunarsetrið á flugvellinum í Arlington í Texas verður tekið í notkun árið 2021

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Nýja flugskólabyggingin er þegar farin að taka á sig mynd á flugvellinum í Arlington og verður starfsemi skólans sérstaklega ætluð fyrir þjálfun á atvinnuflugmönnum framtíðarinnar vestanhafs.

ATP Flight Schhol hefur þegar verið starfræktur á Arlington-flugvelli til margra ára og í yfir 30 ár á Dallas-svæðinu og er því um viðbót að ræða fyrir starfsemina en þess má geta að enginn flugskóli vestanhafs hefur útskrifað eins marga atvinnuflugmenn fyrir flugfélög á borð við American Airlines og Envoy Air.

Byggingin verður yfir 1.280 fermetrar á stærð og á tveimur hæðum og hefur rýmið verið sérstaklega hannað með tilliti til hagkvæmni er kemur að faglegri flugkennslu til atvinnuflugs fyrir þjálfunarkennsluverkefnið ATP Airline Career Pilot Program með fjölda kennslurýma, kennslustofa auk sérstakra fundarherbergja þar sem nemendur geta farið yfir námsefni með flugkennurum í smærri hópum.

Tölvugerð mynd af flugskólabyggingunni eins og hún mun líta út þegar hún verður tilbúin

Byggingin mun tengjast nýju 1.100 fermetra flugskýli sem mun hýsa kennsluvélar skólans auk þess sem þar verður aðstaða fyrir viðhaldsskoðanir á vélunum.

Þeir nemendur sem nálgast lokasprettinn í atvinnuflugnáminu mun fá aðgang að flughermum fyrir Airbus og Boeing sem staðsettir eru skammt frá Dallas-Fort Worth flugvellinum þar sem þeir gangast bæði undir þjálfun í áhafnarsamstarfi auk þess sem þeir geta tekið námskeið í tegundaráritun áður en þeir hefja störf hjá flugfélögunum.

Yfirvofandi skortur á flugmönnum vestanhafs þrátt fyrir COVID-19

„Því er spáð að eftirspurn eftir flugmönnum eigi eftir að verða mjög mikil vestanhafs þar sem fjöldi atvinnuflugmanna nálgast starfslokaaldur á næstu 10 árum og verða fleiri sem láta af störfum vegna aldurs en sá fjöldi sem flugskólarnir ná að útskrifa“, segir Michael Arnold, markaðsstjóri ATP Flight School flugskólans, sem tekur fram að fjárfesta í nýjum húsakynum mun tryggja stöðugt flæði af nýjum og velþjálfuðum flugmönnum til að mæta þessari eftirspurn“,

Piper-kennsluflugfloti ATP flugskólans

Þess má geta að ATP flugskólinn á von á yfir 100 nýjum kennsluflugvélum frá Piper Aircraft af gerðinni Piper Archer sem dreifist niður á þau 49 útibú skólans í Bandaríkjunum en fimm útibú verða tekin í notkun til viðbótar fram að áramótum.

Gert er ráð fyrir mjög stóru flughlaði fyrir framan nýju bygginguna í Arlington til þess að tryggja að það sé nóg pláss fyrir þann fjölda kennsluvéla sem verða á staðnum fyrir nemendur sem eru að fara í kennsluflug.

Til stendur að taka nýja þjálfunarsetrið í notkun strax á næsta ári en nýr bekkur á vegum Airline Career Pilot Program verkefnisins hefst á hverjum mánudegi einhversstaðar í útibúum skólans í Bandaríkjunumog þá er verið að taka í notkun ný útibú flugskólans í Cincinnati í Ohio og í Indianapolis í Indiana-fylki.

Þrátt fyrir ástandið í fluginu í dag vegna COVID-19 heimsfaraldursins þá sér flugskólinn fram á að iðnaðurinn eigi eftir að taka við sér að nýju og að eftirspurnin eftir flugmönnum eigi eftir að koma til baka af fullum krafti.

Talið er að yfir 80.000 atvinnuflugmenn í Bandaríkjunum munu ná 65 ára starfslokaaldri á næstu 20 árum auk fleiri flugmanna sem eiga sennilega eftir að láta fyrr af störfum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Þörf fyrir 5 prósent færri nýja flugmenn til ársins 2039

17. október 2020

|

Boeing hefur gefið út nýja spá er varðar eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum til næstu 20 ára og kemur þar fram að þörf verður fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir í f

Síðasta A380 risaþotan tekur á sig mynd í Toulouse

23. september 2020

|

Síðasta A380 risaþotan, sem er nú í smíðum hjá Airbus í Toulouse í Frakklandi, hefur tekið á sig mynd en þotan verður afhent til Emirates á næstunni og er þetta síðasta risaþotan sem Airbus framleiðir

Flugleiðin á milli London og Dubai sú fjölfarnasta í dag

2. október 2020

|

Flugleiðin á milli Heathrow-flugvallarins í London og Dubai er í dag orðin fjölfarnasta flugleið veraldar en þessi flugleið var í 5. sæti árið 2019 yfir þær fjölförnustu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00