flugfréttir

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

- Sjá fram á mikla eftirspurn eftir flugmönnum eftir heimsfaraldurinn

30. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:42

Nýja þjálfunarsetrið á flugvellinum í Arlington í Texas verður tekið í notkun árið 2021

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Nýja flugskólabyggingin er þegar farin að taka á sig mynd á flugvellinum í Arlington og verður starfsemi skólans sérstaklega ætluð fyrir þjálfun á atvinnuflugmönnum framtíðarinnar vestanhafs.

ATP Flight Schhol hefur þegar verið starfræktur á Arlington-flugvelli til margra ára og í yfir 30 ár á Dallas-svæðinu og er því um viðbót að ræða fyrir starfsemina en þess má geta að enginn flugskóli vestanhafs hefur útskrifað eins marga atvinnuflugmenn fyrir flugfélög á borð við American Airlines og Envoy Air.

Byggingin verður yfir 1.280 fermetrar á stærð og á tveimur hæðum og hefur rýmið verið sérstaklega hannað með tilliti til hagkvæmni er kemur að faglegri flugkennslu til atvinnuflugs fyrir þjálfunarkennsluverkefnið ATP Airline Career Pilot Program með fjölda kennslurýma, kennslustofa auk sérstakra fundarherbergja þar sem nemendur geta farið yfir námsefni með flugkennurum í smærri hópum.

Tölvugerð mynd af flugskólabyggingunni eins og hún mun líta út þegar hún verður tilbúin

Byggingin mun tengjast nýju 1.100 fermetra flugskýli sem mun hýsa kennsluvélar skólans auk þess sem þar verður aðstaða fyrir viðhaldsskoðanir á vélunum.

Þeir nemendur sem nálgast lokasprettinn í atvinnuflugnáminu mun fá aðgang að flughermum fyrir Airbus og Boeing sem staðsettir eru skammt frá Dallas-Fort Worth flugvellinum þar sem þeir gangast bæði undir þjálfun í áhafnarsamstarfi auk þess sem þeir geta tekið námskeið í tegundaráritun áður en þeir hefja störf hjá flugfélögunum.

Yfirvofandi skortur á flugmönnum vestanhafs þrátt fyrir COVID-19

„Því er spáð að eftirspurn eftir flugmönnum eigi eftir að verða mjög mikil vestanhafs þar sem fjöldi atvinnuflugmanna nálgast starfslokaaldur á næstu 10 árum og verða fleiri sem láta af störfum vegna aldurs en sá fjöldi sem flugskólarnir ná að útskrifa“, segir Michael Arnold, markaðsstjóri ATP Flight School flugskólans, sem tekur fram að fjárfesta í nýjum húsakynum mun tryggja stöðugt flæði af nýjum og velþjálfuðum flugmönnum til að mæta þessari eftirspurn“,

Piper-kennsluflugfloti ATP flugskólans

Þess má geta að ATP flugskólinn á von á yfir 100 nýjum kennsluflugvélum frá Piper Aircraft af gerðinni Piper Archer sem dreifist niður á þau 49 útibú skólans í Bandaríkjunum en fimm útibú verða tekin í notkun til viðbótar fram að áramótum.

Gert er ráð fyrir mjög stóru flughlaði fyrir framan nýju bygginguna í Arlington til þess að tryggja að það sé nóg pláss fyrir þann fjölda kennsluvéla sem verða á staðnum fyrir nemendur sem eru að fara í kennsluflug.

Til stendur að taka nýja þjálfunarsetrið í notkun strax á næsta ári en nýr bekkur á vegum Airline Career Pilot Program verkefnisins hefst á hverjum mánudegi einhversstaðar í útibúum skólans í Bandaríkjunumog þá er verið að taka í notkun ný útibú flugskólans í Cincinnati í Ohio og í Indianapolis í Indiana-fylki.

Þrátt fyrir ástandið í fluginu í dag vegna COVID-19 heimsfaraldursins þá sér flugskólinn fram á að iðnaðurinn eigi eftir að taka við sér að nýju og að eftirspurnin eftir flugmönnum eigi eftir að koma til baka af fullum krafti.

Talið er að yfir 80.000 atvinnuflugmenn í Bandaríkjunum munu ná 65 ára starfslokaaldri á næstu 20 árum auk fleiri flugmanna sem eiga sennilega eftir að láta fyrr af störfum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Aflýsa öllu flugi um Írland í einn mánuð nema Dublin

2. nóvember 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur ákveðið að aflýsa öllu flug frá öllum flugvöllum á Írlandi nema Dublin í einn mánuð frá og með
14. nóvember næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.