flugfréttir

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

- Sjá fram á mikla eftirspurn eftir flugmönnum eftir heimsfaraldurinn

30. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:42

Nýja þjálfunarsetrið á flugvellinum í Arlington í Texas verður tekið í notkun árið 2021

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Nýja flugskólabyggingin er þegar farin að taka á sig mynd á flugvellinum í Arlington og verður starfsemi skólans sérstaklega ætluð fyrir þjálfun á atvinnuflugmönnum framtíðarinnar vestanhafs.

ATP Flight Schhol hefur þegar verið starfræktur á Arlington-flugvelli til margra ára og í yfir 30 ár á Dallas-svæðinu og er því um viðbót að ræða fyrir starfsemina en þess má geta að enginn flugskóli vestanhafs hefur útskrifað eins marga atvinnuflugmenn fyrir flugfélög á borð við American Airlines og Envoy Air.

Byggingin verður yfir 1.280 fermetrar á stærð og á tveimur hæðum og hefur rýmið verið sérstaklega hannað með tilliti til hagkvæmni er kemur að faglegri flugkennslu til atvinnuflugs fyrir þjálfunarkennsluverkefnið ATP Airline Career Pilot Program með fjölda kennslurýma, kennslustofa auk sérstakra fundarherbergja þar sem nemendur geta farið yfir námsefni með flugkennurum í smærri hópum.

Tölvugerð mynd af flugskólabyggingunni eins og hún mun líta út þegar hún verður tilbúin

Byggingin mun tengjast nýju 1.100 fermetra flugskýli sem mun hýsa kennsluvélar skólans auk þess sem þar verður aðstaða fyrir viðhaldsskoðanir á vélunum.

Þeir nemendur sem nálgast lokasprettinn í atvinnuflugnáminu mun fá aðgang að flughermum fyrir Airbus og Boeing sem staðsettir eru skammt frá Dallas-Fort Worth flugvellinum þar sem þeir gangast bæði undir þjálfun í áhafnarsamstarfi auk þess sem þeir geta tekið námskeið í tegundaráritun áður en þeir hefja störf hjá flugfélögunum.

Yfirvofandi skortur á flugmönnum vestanhafs þrátt fyrir COVID-19

„Því er spáð að eftirspurn eftir flugmönnum eigi eftir að verða mjög mikil vestanhafs þar sem fjöldi atvinnuflugmanna nálgast starfslokaaldur á næstu 10 árum og verða fleiri sem láta af störfum vegna aldurs en sá fjöldi sem flugskólarnir ná að útskrifa“, segir Michael Arnold, markaðsstjóri ATP Flight School flugskólans, sem tekur fram að fjárfesta í nýjum húsakynum mun tryggja stöðugt flæði af nýjum og velþjálfuðum flugmönnum til að mæta þessari eftirspurn“,

Piper-kennsluflugfloti ATP flugskólans

Þess má geta að ATP flugskólinn á von á yfir 100 nýjum kennsluflugvélum frá Piper Aircraft af gerðinni Piper Archer sem dreifist niður á þau 49 útibú skólans í Bandaríkjunum en fimm útibú verða tekin í notkun til viðbótar fram að áramótum.

Gert er ráð fyrir mjög stóru flughlaði fyrir framan nýju bygginguna í Arlington til þess að tryggja að það sé nóg pláss fyrir þann fjölda kennsluvéla sem verða á staðnum fyrir nemendur sem eru að fara í kennsluflug.

Til stendur að taka nýja þjálfunarsetrið í notkun strax á næsta ári en nýr bekkur á vegum Airline Career Pilot Program verkefnisins hefst á hverjum mánudegi einhversstaðar í útibúum skólans í Bandaríkjunumog þá er verið að taka í notkun ný útibú flugskólans í Cincinnati í Ohio og í Indianapolis í Indiana-fylki.

Þrátt fyrir ástandið í fluginu í dag vegna COVID-19 heimsfaraldursins þá sér flugskólinn fram á að iðnaðurinn eigi eftir að taka við sér að nýju og að eftirspurnin eftir flugmönnum eigi eftir að koma til baka af fullum krafti.

Talið er að yfir 80.000 atvinnuflugmenn í Bandaríkjunum munu ná 65 ára starfslokaaldri á næstu 20 árum auk fleiri flugmanna sem eiga sennilega eftir að láta fyrr af störfum.

Fleiri myndir:









  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga