flugfréttir
United og American gætu þurft að segja upp 32.000 manns

Boeing 757-300 þota United Airlines í flugtaki á flugvellinum í Los Angeles og Boeing 767 breiðþota American Airlines í baksýn
Bandarísku flugfélögin United Airlines og American Airlines munu að öllum líkindum segja upp 32.000 starfsmönnum á næstu dögum eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna láðist að endurnýja áframhaldandi opinberan styrk til bandarískra flugfélaga.
Núverandi fjárhagsaðstoð til flugfélaganna rann út í dag, 1. október, og hafa stjórnvöld
aðstoðað flugfélögin vestanhafs við að niðurgreiða launakostnað starfsmanna vegna COVID-19 faraldursins með sex mánaða fjárhagsaðstoð sem veitt var í mars á þessu ári.
Doug Parker, framkvæmdarstjóri American Airlines, segir að ef bandaríska þingið kemur
ekki upp með aðstoð fyrir bandarísk flugfélög upp á 25 milljarða bandaríkjadali á næstu dögum
þá þurfi félagið að segja upp 19 þúsund starfsmönnum.
United Airlines tekur í sama streng og segir að ef þingið samþykki frekari opinbera aðstoð
í stað þeirrar sem rann út um mánaðarmótin þá geti félagið komist hjá því að segja
upp 13.000 starfsmönnum.
Þingmenn innan bandaríska þingsins eru ekki vongóðir um að stjórnvöld muni samþykkja
það háa aðstoð til flugfélaganna og er það talið frekar tæpt að það náist fyrir fimmtudag en ellegar munu tvö af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna grípa til eina mestu
uppsagna sem um getur í sögu félaganna.


30. nóvember 2020
|
American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í

10. desember 2020
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways ætlar sér að selja tvær nýjustu Dreamliner-þoturnar í þeim tilgangi að styrkja lausafjárstöðu félagsins um allt að 11 milljarða króna.

26. október 2020
|
Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.