flugfréttir
Ryanair að undirbúa pöntun í allt að 200 MAX-þotur

Ryanair á nú þegar von á 135 Boeing 737 MAX þotum en félagið ætlar að leggja inn pöntun í 150 til 200 til viðbótar
Sagt er að Ryanair sé að undirbúa sig fyrir að skrifa undir samkomulag um risapöntun hjá Boeing í allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX þotur.
Lágfargjaldafélagið írska hefur nú þegar staðfest pöntun í 135 Boeing 737 MAX þotur sem eru af gerðinni
Boeing 737 MAX 200 og kemur fram að félagið sé að undirbúa sig til þess að panta allt að 150 til 200 þotur til viðbótar.
Ef pöntunin verður að veruleika er um að ræða langstærstu flugvélapöntun sem gerð hefur verið á árinu 2020
sem seint mun teljast til árs góðæris meðal flugfélaganna.
Samkvæmt heimildum þá ætlar Ryanair að ganga frá og staðfesta pöntunina fyrir lok ársins á sama tíma og fyrstu
Boeing 737 MAX þoturnar gætu farið að hefja sig til flugs vestanhafs.
Ryanair kom mjög vel undan árinu 2019 með lausafé upp á 333 milljarða króna og hélt Ryanair áfram að hagnast
á þessu ári ólíkt mörgum öðrum flugfélögum en lausafé félagsins, þann 30. júní sl. eftir fyrri árshelming, nam 444
milljörðum króna.
„Boeing hefur gefið í skyn að MAX-þoturnar gætu mögulega farið að fljúga síðar í haust í Bandaríkjunum og þar
af leiðandi gerum við okkur vonir um að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þoturnar afhentar rétt fyrir lok ársins og mögulega
fengið 40 þotur afhentar fyrir sumarið 2021“, segir í yfirlýsingu frá Ryanair.


26. október 2020
|
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

6. janúar 2021
|
Fraktflugvél frá Bluebird Nordic rann út af flugbraut í morgun eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélin var að yfirgefa brautina.

9. desember 2020
|
Fimm eru látnir eftir flugslys í Frönsku Ölpunum er björgunarþyrla af gerðinni Eurocopter EC135 brotlenti við flugæfingar skammt frá bænum Bonvillard í tæplega 114 kílómeta fjarlægð austur af borgin

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.