flugfréttir
Antonov stefnir á að smíða tólf An-178 þotur á ári

Aðeins ein Antonov An-178 þota hefur verið smíðuð sem er tilraunarþota sem notuð hefur verið í flugprófanir
Úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov undirbýr sig nú fyrir framleiðslu á ný á hinni tveggja hreyfla Antonov An-178 þotu eftir fimm ára hlé en framleiðandinn vill helst ná að smíða 12 þotur á ári eða um eina á mánuði.
Antonov An-178 er meðalstór herflutningaflugvél en aðeins ein tilraunarþota hefur verið smíðið sem flaug sitt
fyrsta flug árið 2015 eða um fimm árum eftir að hún var kynnt til leiks árið 2010 en síðastliðinn 5 ár hefur ekki mikið vatn runnið til sjávar þar sem hlé var gert á framleiðslunni.
Nú hefur framleiðslan farið af stað aftur og síðustu íhlutirnir, sem ekki eru framleiddir í Rússlandi, eru væntanlegir bráðum til Úkraínu en eftir það getur Antonov hafið fjöldaframleiðslu á An-178 þotunni án alls aðkomu Rússa.
Alexander Los, forstjóri Antonov-verksmiðjanna, segir að mögulega sé hægt að smíða tólf Antonov An-178
þotur á ári miðað við fjölda þeirra viðskiptavina sem koma til greina og sé það raunhæft markmið
eftir ráðgjöf og mat sem gert var á verkefninu.
Antonov An-178 er byggð á hönnun farþegaþotunnar, An-158, og getur vélin rúmað um 125 rúmmetra af frakt og flogið með 18 tonn af varningi alls 1.000 kílómetra vegalengd.


30. nóvember 2020
|
American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í

30. nóvember 2020
|
American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í

15. desember 2020
|
Rússneska MC-21-300 farþegaþotan hefur flogið sitt fyrsta flug með rússnesku PD-14 hreyflunum sem framleiddir eru af hreyflaframleiðandanum Aviadvigatel.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.