flugfréttir

Munu kveðja Heathrow með samhliða flugtaki

- Síðustu tvær júmbó-þotur BA yfirgefa Heathrow þann 8. október

4. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:01

Tölvugerð mynd af „Negus“ og annarri júmbó-þotu British Airways í samhliða flugtaki frá Heathrow-flugvelli

Tvær síðustu júmbó-þoturnar í flota British Airways munu kveðja Heathrow-flugvöllinn með sérstöku kveðjuflugi þann 8. október næstkomandi og lýkur þá formlega 46 ára sögu júmbó-þotna félagsins á Heathrow.

Það er júmbó-þotan „Negus“, sem ber skráninguna G-CIVB og júmbó-þotan G-CIVY sem munu verða þær síðustu til að yfirgefa Heathrow-flugvöll en þoturnar munu fara í loftið á sama augnabliki og og verða báðar flugbrautirnar á Heathrow notaðar fyrir flugtökin þar sem þoturnar munu fara samhliða í loftið.

Önnur júmbó-þotan mun svo taka yfirflug yfir Heathrow-flugvöll í kveðjuskyni til að þakka fyrir þá tvo áratugi sem vélarnar hafa verið í júmbó-þotuflota félagsins.

Áætlun brottför júmbó-þotnanna tveggja er klukkan 7:00 að íslenskum tíma en það gæti þó breyst vegna aðstæðna og þá helst er kemur að flugrekstarlegum atriðum.

Retró-litirnir stoppuðu stutt við

Eitt og hálft er er liði frá því að Negus (G-CIVB) var máluð í sérstökum litum sem einkenna gömlu litina sem British Airways notaði en Negus-litirnir voru kynntir árið 1940 við samruna BOAC (British Overseas Airways Corporation) og BEA (British European Airways) en litirnir voru hannaðir af hjónunum Dick og Pam Negus sem ráku saman auglýsingastofuna Negus Agency.

Retró-þotur British Airways, Landor, BOAC, Negus og BEA

Negus er ein af þremur júmbó-þotum British Airways sem voru málaðar í retró-litum árið 2019 auk einnar Airbus A319 þotu og hafa þær því flogið tiltölulega fá flug þar til kórónaveirufaraldurinn skar út um örlög júmbó-þotnanna en British Airways tilkynnti í sumar að félagið myndi losa sig við allar júmbó-þoturnar vegna ástandsins í flugiðnaðinum.

Um er að ræða sögulega stund þann 8. október næstkomandi en frá árinu 1974 hafa júmbó-þotur British Airways verið eitt helsta einkenni flugvallarins frá því félagið fékk fyrstu Boeing 747-100 júmbó-þotuna afhenta, fimm árum eftir að júmbó-þotan flaug sitt fyrsta flug.

Árið 1977 fékk félagið sína fyrstu Boeing 747-200 þotu í flotann og árið 1989 var fyrsta Boeing 747-400 þotan afhent til félagsins sem er sú tegund sem félagið hefur notast við í dag í yfir 30 ár.  fréttir af handahófi

Eiga varla fyrir eldsneyti á þoturnar

4. nóvember 2020

|

Mexíkanska flugfélagið Interjet, sem er annað stærsta flugfélagið í Mexíkó, þurfti að aflýsa öllu flugi fyrr í vikunni þar sem félagið hafði ekki efni á því að greiða fyrir þotueldsneyti.

Tvö flugfélög í Star Alliance fá leyfi fyrir ríkisstyrkjum

28. desember 2020

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt opinbera fjárhagsaðstoð upp á 120 milljarða króna til tveggja flugfélaga sem bæði eru meðlimir í flugfélagabandalaginu Star Alliance.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00