flugfréttir
Spá 11 prósenta samdrætti á afhendingum næstu 10 árin
- Telja að eftirspurn eftir flugi eigi samt eftir að koma til baka með krafti

Þótt að afhendingum á nýjum flugvélum á eftir að dragast saman á næstu árum þá mun flugfloti heimsins næstum því tvöfaldast á næstu 20 árum
Boeing telur að eftirspurn og afhendingar á nýju farþegaþotum frá helstu flugvélaframleiðendum heimsins eigi eftir að dragast saman um 11% næstu 10 árin sem má að mestu leyti rekja til COVID-19 heimsfaraldursins.
Það samsvarar fækkun á afhendingum upp á um 2.200 farþegaflugvélar til ársins 2030 sem jafngildir því að 220 færri flugvélar verða afhentar á ári miðað við þær spár sem gerðar voru fyrir tíma faraldursins.
Flestar af þessum flugvélum hefðu verið afhentar af Boeing og Airbus en spáin
nær einnig til smærri flugvélaframleiðenda á borð við Comac í Kína og Embraer
í Brasilíu.
Spáin, sem Boeing birti í dag, gerir ráð fyrir að mestu áhrifin munu ríkja næstu 3 árin
en eftir það gæti afhendingum farið að fjölga á ný.
Spáin var kynnt af Darren Hulst, varaforstjóra yfir farþegaþotudeild Boeing, sem segir
að Boeing spáir því að það geti tekið 5 ár þangað til við förum að sjá jafnmikla
flugumferð og álíka mikinn fjölda af flugfarþegum eins og var árið 2019 og eftir það
mun fjölda flugferða aukast um þriðjung af þeirri aukningu sem hefði annars átt
sér stað ef COVID-19 hefði ekki átt sér stað.
Nýjustu tölur frá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) sýnir að fjöldi flugfarþega hafði
í ágúst dregist saman um 75% af því sem var á sama mánuði í fyrra og var mesti samdrátturinn
í millilandaflugi sem dróst saman um 88% í heiminum en innanlandsflug dróst saman
um helming í ágúst á milli ára.
Flugfloti heimsins á eftir að stækka um 87% til ársins 2039
Þrátt fyrir ástandið þá telur Marc Allen, yfirmaður yfir stefnumótunardeild Boeing, að
flugiðnaðurinn eigi eftir að komast yfir þessa tíma, ná sömu hæðum á endanum
og ná góðum stöðugleika eftir faraldurinn og má sjá það ef horft er til sambærilegra
tíma á borð við hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001,
SARS-faraldurinn í Asíu árið 2003 og fjármálakreppuna árið 2008.

Nýjar Boeing 777X þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Everett
Darren Hulst segir að samt sem áður þá séu þeir tímar sem nú eru að ganga yfir
töluvert verri og ólíkt öðrum tímum sem hafa dunið yfir flugiðnaðinn.
Ef horft er til næstu 20 ára, eða til ársins 2039, þá gerir Boeing ráð fyrir að þörf sé fyrir 40.680 nýjar farþegaflugvélar sem er 2.7% fækkun miðað við fyrri spá sem gerði ráð fyrir 41.800 nýjum flugvélum.
Þessi litla fækkun til 20 ára þykir endurspegla hversu sannfært Boeing er
á að ástandið eigi eftir að ganga yfir og fara í sama farið með sömu eftirspurn
og var með áframhaldandi umsvifum líkt og var áður.
Í dag eru um 25.900 flugvélar í heiminum sem notaðar hafa verið fyrir
áætlunarflug og er talið að 29% af þeim séu í geymslu eða ekki í notkun
vegna ástandsins en Boeing telur að árið 2039 þá verði flotinn 87 prósendum
stærri og þá komin upp í 48.400 flugvélar og eru þá taldar með þær flugvélar
sem verða teknar úr notkun sökum aldrurs og endurnýjaðar með nýjum
og sparneytnari flugvélum.
Mesta óvissan varðar flug meðal viðskiptafarþega í langflugi
Þá er talið að stórar þotur á borð við Boeing 777X eigi eftir að leysa af hólmi
júmbó-þotur og risaþotuna Airbus A380 þar sem fá flugfélög eigi eftir að hafa
áhuga á flugvélum sem taka fleiri en 400 farþega.
Mikil óvissa ríkir þó með hvernig batahorfurnar verða og hversu fljótt
markaðir eigi eftir að taka við sér eftir faraldurinn. Þá er ekki vitað um hvenær
flugfélög fara að sjá fram á hagnað að nýju og hvernig afkoma þeirra á eftir að verða.
Sérstaklega á þetta við viðskiptaflugferðir í langflugi þar sem fjöldi fyrirtækja
gætu verið að upplifa kosti þess að halda fjarfundi í gegnum Netið eins og þau
hafa verið að gera sl. mánuði vegna ferðatakmarkanna en stór hluti tekna
hjá stóru flugfélögunum er tilkomin vegna sölu á flugsætum á viðskiptafarrými
(Business Class) og fyrsta farrými (First Class).


4. desember 2020
|
Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.

9. janúar 2021
|
Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

10. desember 2020
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað á Púertó Ríkó í fyrra er fisflugvél brotlenti á sjó en slysið er rakið til þess að flugmaður vélar

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.