flugfréttir

Spá 11 prósenta samdrætti á afhendingum næstu 10 árin

- Telja að eftirspurn eftir flugi eigi samt eftir að koma til baka með krafti

6. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:32

Þótt að afhendingum á nýjum flugvélum á eftir að dragast saman á næstu árum þá mun flugfloti heimsins næstum því tvöfaldast á næstu 20 árum

Boeing telur að eftirspurn og afhendingar á nýju farþegaþotum frá helstu flugvélaframleiðendum heimsins eigi eftir að dragast saman um 11% næstu 10 árin sem má að mestu leyti rekja til COVID-19 heimsfaraldursins.

Það samsvarar fækkun á afhendingum upp á um 2.200 farþegaflugvélar til ársins 2030 sem jafngildir því að 220 færri flugvélar verða afhentar á ári miðað við þær spár sem gerðar voru fyrir tíma faraldursins.

Flestar af þessum flugvélum hefðu verið afhentar af Boeing og Airbus en spáin nær einnig til smærri flugvélaframleiðenda á borð við Comac í Kína og Embraer í Brasilíu.

Spáin, sem Boeing birti í dag, gerir ráð fyrir að mestu áhrifin munu ríkja næstu 3 árin en eftir það gæti afhendingum farið að fjölga á ný.

Spáin var kynnt af Darren Hulst, varaforstjóra yfir farþegaþotudeild Boeing, sem segir að Boeing spáir því að það geti tekið 5 ár þangað til við förum að sjá jafnmikla flugumferð og álíka mikinn fjölda af flugfarþegum eins og var árið 2019 og eftir það mun fjölda flugferða aukast um þriðjung af þeirri aukningu sem hefði annars átt sér stað ef COVID-19 hefði ekki átt sér stað.

Nýjustu tölur frá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) sýnir að fjöldi flugfarþega hafði í ágúst dregist saman um 75% af því sem var á sama mánuði í fyrra og var mesti samdrátturinn í millilandaflugi sem dróst saman um 88% í heiminum en innanlandsflug dróst saman um helming í ágúst á milli ára.

Flugfloti heimsins á eftir að stækka um 87% til ársins 2039

Þrátt fyrir ástandið þá telur Marc Allen, yfirmaður yfir stefnumótunardeild Boeing, að flugiðnaðurinn eigi eftir að komast yfir þessa tíma, ná sömu hæðum á endanum og ná góðum stöðugleika eftir faraldurinn og má sjá það ef horft er til sambærilegra tíma á borð við hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, SARS-faraldurinn í Asíu árið 2003 og fjármálakreppuna árið 2008.

Nýjar Boeing 777X þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Everett

Darren Hulst segir að samt sem áður þá séu þeir tímar sem nú eru að ganga yfir töluvert verri og ólíkt öðrum tímum sem hafa dunið yfir flugiðnaðinn.

Ef horft er til næstu 20 ára, eða til ársins 2039, þá gerir Boeing ráð fyrir að þörf sé fyrir 40.680 nýjar farþegaflugvélar sem er 2.7% fækkun miðað við fyrri spá sem gerði ráð fyrir 41.800 nýjum flugvélum.

Þessi litla fækkun til 20 ára þykir endurspegla hversu sannfært Boeing er á að ástandið eigi eftir að ganga yfir og fara í sama farið með sömu eftirspurn og var með áframhaldandi umsvifum líkt og var áður.

Í dag eru um 25.900 flugvélar í heiminum sem notaðar hafa verið fyrir áætlunarflug og er talið að 29% af þeim séu í geymslu eða ekki í notkun vegna ástandsins en Boeing telur að árið 2039 þá verði flotinn 87 prósendum stærri og þá komin upp í 48.400 flugvélar og eru þá taldar með þær flugvélar sem verða teknar úr notkun sökum aldrurs og endurnýjaðar með nýjum og sparneytnari flugvélum.

Mesta óvissan varðar flug meðal viðskiptafarþega í langflugi

Þá er talið að stórar þotur á borð við Boeing 777X eigi eftir að leysa af hólmi júmbó-þotur og risaþotuna Airbus A380 þar sem fá flugfélög eigi eftir að hafa áhuga á flugvélum sem taka fleiri en 400 farþega.

Mikil óvissa ríkir þó með hvernig batahorfurnar verða og hversu fljótt markaðir eigi eftir að taka við sér eftir faraldurinn. Þá er ekki vitað um hvenær flugfélög fara að sjá fram á hagnað að nýju og hvernig afkoma þeirra á eftir að verða.

Sérstaklega á þetta við viðskiptaflugferðir í langflugi þar sem fjöldi fyrirtækja gætu verið að upplifa kosti þess að halda fjarfundi í gegnum Netið eins og þau hafa verið að gera sl. mánuði vegna ferðatakmarkanna en stór hluti tekna hjá stóru flugfélögunum er tilkomin vegna sölu á flugsætum á viðskiptafarrými (Business Class) og fyrsta farrými (First Class).







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga