flugfréttir
Emirates sektað fyrir að virða ekki NOTAM upplýsingar

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í Dubai
Bandarísk stjórnvöld hafa sektað Emirates um 55 milljónir króna fyrir að hafa ekki virt NOTAM flugupplýsingar sem gefnar voru út í júní í fyrra þar sem tekið var fram bann við öllu farþegaflugi yfir Íran.
Bannið var sett á af bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og náði til bandarískra flugfélaga en er varðar Emirates þá flaug félagið með farþega sem voru að ferðast á sameiginlegu flugnúmeri sem deildu miðasölu („codeshared flights“) með bandarískum flugfélögum
og náði bannið til slíkra flugferða.
Í NOTAM upplýsingum sem gefnar voru út í júní árið 2019 kom fram að ekki væri
heimilt að fljúga í gegnum Teheran flugupplýsingasvæðið (Teheran FIR) sem
nær meðal annars yfir Persaflóa og Oman-flóann vegna mikillar pólitískrar spennu
og hernaðaraðgerða.
Við nánari rannsókn kom í ljós að Emirates hafði flogið í gegnum umrætt svæði
með farþega sem bókuðu flugið í gegnum bókunarsíðu á vegum jetBlue og voru
farþegar um borð sem ferðuðust á B6-númeri sem er flugnúmer jetBlue.
„Með því að fljúga farþegaflug með farþega um borð sem flugu með B6 númeri
í gegnum lofthelgi sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tilgreina sem bannsvæði
í NOTAM þá var Emirates að brjóta reglugerðir og þá sáttmála sem koma fram
í slíkum reglum“, segir í yfirlýsingu frá samgönguráðuneyti Bandaríkjanna.
Emirates segir að félagið hafi hætt öllu flugi í gegnum Teheran FIR svæðið
degi eftir að NOTAM upplýsingarnar voru gefnar út fyrir utan tvær daglegar flugferðir
á milli Dubai og Teheran og nokkrum dögum síðar var hætt að taka við farþegum sem bókuðu flugið í gegnum jetBlue.


16. desember 2020
|
Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

9. desember 2020
|
Wizz Air Abu Dhabi, nýja systurflugfélag Wizz Air, stefnir á að hefja fyrsta áætlunarflugið frá Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 15. janúar eftir áramót.

21. október 2020
|
Singapore Airlines hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja aftur lengsta áætlunarflug í heimi sem er flugleiðin á milli Singapore og John F. Kennedy flugvallarins í New York í Bandaríkjunum.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.