flugfréttir

Kanada fer yfir lofthæfni Boeing 737 MAX vélanna

- Fara yfir niðurstöður úr prófunum og skoða nýtt þjálfunarefni

11. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:16

Í þessum mánuði verða 19 mánuðir liðnir frá því að Boeing 737 MAX vélarnar voru kyrrsettar

Kanadísk flugmálayfirvöld fara nú yfir gögn og niðurstöður úr flugprófunum fyrir endurútgáfu á flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX þoturnar.

Marc Gameau, samgönguráðherra Kanada, segir að kanadísk flugmálayfirvöld séu í samstarfi við flugmálayfirvöld í Evrópu, Bandaríkjunum og í Brasilíu og sé verið meðal annars að fara yfir nýtt þjálfunarefni sem fram fer í þjálfunarsetri á Gatwick-flugvellinum í London.

„Við erum að fara yfir þjálfunarefnið og þær kröfur sem farið er fram á fyrir þjálfun flugmanna og einnig er verið aðskoða verklagsreglur varðandi neyðarviðbrögð“, segir Gameau.

Gemeau segir að kanadísk flugmálayfirvöld muni ekki gefa Boeing 737 MAX þotunni leyfi til þess að fljúga á ný nema það sé 100% að allt sé öruggt og að búið sé að lagfæra þau atriði sem ollu vandamálum með vélarnar.

Kanadísk flugmálayfirvöld tóku þátt í flugprófunum í september með Boeing 737 MAX þoturnar og flugu meðal annars kanadískir flugmenn tilraunarþotu Boeing nokkrar flugferðir á milli Seattle og Vancouver í Kanada til þess að athuga sameiginleika milli 737 MAX flughermis og vélarinnar sjálfrar.

Stærstu kanadísku viðskiptavinirnir er kemur að Boeing 737 MAX eru flugfélögin Air Canada og WestJet en bæði flugfélögin hafa fengið til samans 37 MAX-þotur afhentar og þá eiga félögin von á 35 þotum til viðbótar.  fréttir af handahófi

Sótthreinsiefni olli skemmdum á mælaborði á tveimur flugvélum

27. ágúst 2020

|

Þótt það sé gott að fylgja reglugerðum um sóttvarnir í einkaflugi á tímum sem þessum og þrífa stjórnklefa á flugvélum að loknu flugi þá geta slík þrif farið úr böndunum séu ekki réttu efnin notuð til

Kári Kárason nýr forstöðumaður hjá Flugakademíu Íslands

8. september 2020

|

Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, hefur tekið við stöðu forstöðumanns hjá Flugakademíu Íslands sem varð til við samruna Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis fyrr á þessu ári.

Eigandaskipti á framleiðslu og þjónustu fyrir Dornier 228

19. október 2020

|

Þýska fyrirtækið General Atomics Europe GmbH í Dresden ætlar sér að kaupa og taka yfir rekstur svissneska fyrirtækisins RUAG Aerospace sem í dag sér um framleiðslu á Dornier 228 flugvélunum auk viðhal

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00