flugfréttir
Flugumferð í Evrópu fer aftur undir 100.000 flug á viku
- Ferðatakmarkanir draga úr þeim vexti sem hafinn var í sumar

Flugumferð í Evrópu var komin upp í 120.000 áætlunarflugferðir á dag en var í seinustu viku um 99.000 flugferðir
Flugumferð í Evrópu er byrjuð að dragast eilítið saman eftir að hafa náð að aukast töluvert á ný í sumar eftir fyrstu bylgju kórónaveirufaraldursins.
Samkvæmt nýjustu tölum frá evrópsku flugumferðarstofnuninni Eurocontrol þá fór fjöldi flugferða í Evrópu í fyrsta sinn aftur undir 100.000 flugferðir á viku í síðustu viku
eftir að hafa verið yfir 100 þúsund flugferðum frá því í júlí.
Í seinustu viku, frá 4 til 11. október, eru skráðar 99.217 flugferðir í Evrópu samkvæmt mælaborði Eurocontrol eða 14.182 flug á dag en fjöldi flugferða hefur hingað til verið yfir 100.000 flugferðum á viku frá því 29. júlí.
Flestar flugferðirnar voru farnar á vegum Ryanair en í 2. sæti kemur Turkish Airlines og
svo á eftir flug á vegum Air France, Lufthansa, easyJet, KLM og British Airways.

Mælaborð Eurocontrol með upplýsingum um flugferðir í Evrópu frá 4. til 11. október
Eamonn Brennan, yfirmaður Eurocontrol, segir að þetta sýni að bataferlið meðal evrópskra flugfélaga er ekki að ná þeim árangri sem búist var við og sé að draga úr eftirspurninni sökum ferðatakmarkanna sem hafa verið settar á aftur í Evrópu og víðar en einnig spilar inn í árstíðarbundin sveifla.
Að meðaltali flugu flugfélögin um 120.000 flugferðir á viku í Evrópu í ágúst sem taldist um 48% af flugumferðinni sem átti sér stað í ágúst árið 2019 en tölurnar fyrir þennan október eru um 44%
af flugumferðinni í október í fyrra.
Samkvæmt tölum frá Flightradar24.com má sjá að botninum í áætlunarflugi í heiminum var náð seinnipartinn í apríl í vor en fljótlega í maí fór flugumferð að aukast jafnt og þétt á ný þar til í ágúst en í miðjum ágúst mánuði hefur línuritið sýnt „flata línu“ sem hefur verið meira og minna lárétt frá því í byrjun september.


12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

22. október 2020
|
Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

11. janúar 2021
|
Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.