flugfréttir

Norwegian selur tvær 787 þotur til Neos á Ítalíu

12. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:49

Tvær Dreamliner-þotur Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Sagt er að Norwegian sé búið að ná samkomulagi um að losa sig við tvær Dreamliner-þotur úr flotanum sem munu fara til ítalska flugfélagsins Neos en báðar Dreamliner-þoturnar hafa verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í 7 mánuði.

Með því fækkar í Dreamliner-flota Norwegian úr 37 Boeing 787 þotum niður í 35 þotur en langflug á vegum Norwegian með Dreamliner-þotunum hefur legið algjörlega niðri frá því að heimsfaraldurinn braust út í vor.

Norwegian lýsti því yfir í sumar að til stæði að selja um 15 til 17 Dreamliner-þotur eða tæplega helmings alls Boeing 787 flotans til þess að auka rekstrarfé félagsins og bæta fyrir tapið vegna COVID-19 faraldursins.

Flugfréttamiðlar greina frá því að Norwegian hafi náð samkomulagi um sölu á tveimur Boeing 787 þotum en samkvæmt upplýsingum þá eru vélarnar báðar í eigu flugvélaleigunnar AerCap sem er eigandi vélanna en Norwegian umráðandi þeirra.

Dreamliner-þoturnar tvær munu leysa af hólmi þær tvær Boeing 767-300ER breiðþotur sem eru í flota Neos sem yfirgefa flotann á næstunni en félagið hefur nú þegar fjórar Boeing 787-9 þotur í flotanum sínum og mun Dreamliner-floti félagsins því telja sex þotur eftir kaupin.

Neos hefur nú þegar fjórar Dreamliner-þotur í flotanum

Önnur Dreamliner-þotan ber skráninguna LN-LNT og er um að ræða „Unicef-vélina“ og var hún afhent til Norwegian í september árið 2018 en hún hefur verið í geymslu frá því í mars í vor.

Hin Dreamliner-þotan er LN-LNX en sú þota er 3 ára gömul og var hún afhent til Norwegian Air UK í mars árið 2017 en hún hefur einnig verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í Osló frá því í mars.

Báðar Dreamliner-þoturnar munu ekki hefja áætlunarflug strax eftir að þeim verður ferjuflogið til Ítalíu en þess í stað verða þær geymdar, sennilega á Malpensa-flugvellinum í Mílanó, fyrst um sinn.

Neos var stofnað árið 2001 af Italian Alpitour og TUI Group og hefur félagið hingað til flogið sólarlanda- og heimsreisuflugferðir frá Ítalíu til áfangastaða í Karíbahafinu, Mexíkó, Norður-Ameríku, Asíu auk Afríku.  fréttir af handahófi

Þriðjungur flugflotans fer í geymslu í Ástralíu

29. júlí 2020

|

Cathay Pacific, eitt stærsta flugfélagið í Kína, ætlar að ferjufljúga þriðjungi flugflotans til eyðimerkurbæjarins Alice Springs í Ástralíu þar sem flugvélarnar verða settar í langtímageymslu.

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00