flugfréttir
Norwegian selur tvær 787 þotur til Neos á Ítalíu

Tvær Dreamliner-þotur Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló
Sagt er að Norwegian sé búið að ná samkomulagi um að losa sig við tvær Dreamliner-þotur úr flotanum sem munu fara til ítalska flugfélagsins Neos en báðar Dreamliner-þoturnar hafa verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í 7 mánuði.
Með því fækkar í Dreamliner-flota Norwegian úr 37 Boeing 787 þotum niður í 35 þotur en langflug á vegum Norwegian með Dreamliner-þotunum hefur legið algjörlega niðri
frá því að heimsfaraldurinn braust út í vor.
Norwegian lýsti því yfir í sumar að til stæði að selja um 15 til 17 Dreamliner-þotur eða tæplega helmings alls Boeing 787 flotans til þess að auka rekstrarfé félagsins og bæta fyrir tapið vegna COVID-19 faraldursins.
Flugfréttamiðlar greina frá því að Norwegian hafi náð samkomulagi um sölu á tveimur
Boeing 787 þotum en samkvæmt upplýsingum þá eru vélarnar báðar í eigu flugvélaleigunnar
AerCap sem er eigandi vélanna en Norwegian umráðandi þeirra.
Dreamliner-þoturnar tvær munu leysa af hólmi þær tvær Boeing 767-300ER breiðþotur sem
eru í flota Neos sem yfirgefa flotann á næstunni en félagið hefur nú þegar fjórar Boeing 787-9 þotur í flotanum sínum og mun
Dreamliner-floti félagsins því telja sex þotur eftir kaupin.

Neos hefur nú þegar fjórar Dreamliner-þotur í flotanum
Önnur Dreamliner-þotan ber skráninguna LN-LNT og er um að ræða „Unicef-vélina“ og var hún afhent til Norwegian í september árið 2018 en hún hefur verið í geymslu frá því í mars í vor.
Hin Dreamliner-þotan er LN-LNX en sú þota er 3 ára gömul og var hún afhent til Norwegian Air UK
í mars árið 2017 en hún hefur einnig verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í Osló frá því í mars.
Báðar Dreamliner-þoturnar munu ekki hefja áætlunarflug strax eftir að þeim verður ferjuflogið til Ítalíu
en þess í stað verða þær geymdar, sennilega á Malpensa-flugvellinum í Mílanó, fyrst um sinn.
Neos var stofnað árið 2001 af Italian Alpitour og TUI Group og hefur félagið hingað til flogið sólarlanda- og heimsreisuflugferðir frá Ítalíu til áfangastaða í Karíbahafinu, Mexíkó, Norður-Ameríku, Asíu auk Afríku.


24. október 2020
|
Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

2. janúar 2021
|
Óvenjulegt atvik átti sér stað á gamlársdag í Kólumbíu er farþegaþota flaug á lítinn loftbelg sem var fullur af áramótaskrauti sem til stóð að sleppa yfir höfuðborginni á miðnætti þegar árið 2021 gek

10. desember 2020
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað á Púertó Ríkó í fyrra er fisflugvél brotlenti á sjó en slysið er rakið til þess að flugmaður vélar

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.