flugfréttir

AirBaltic býður upp á skemmtiflugferð út í buskann

13. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Airbus A220 þota airBaltic

Lettneska flugfélagið airBaltic hefur bæst við í hóp þeirra flugfélaga sem hafa boðið almenningi upp á að fljúga eitthvað út í buskann án neins áfangastaðar í þeim tilgangi að upplifa flug sér til skemmtunar.

AirBaltic ætlar að nota Airbus A220 þotu til flugsins og er brottför áætluð frá flugvellinum í Riga þann 25. október næstkomandi og er áætluaður flugtími um ein og hálf klukkustund.

Nú þegar er uppselt í flugið og var hægt að næla sér í flugmiða fyrir 26.000 krónur til að svala ferðaþörf sinni á tímum kórónaveirufaraldursins.

Boðið verður upp á fjóra rétt um borð auk drykkjar og ef veður leyfir stendur til að fljúga lágt og leyfa farþegum sjá sólarlagið lágt yfir jörðu en Martin Gauss, framkvæmdarstjóri airBaltic, segir að það sé augljóst að fólk saknar þess að ferðast og fara í flugvél.

Það voru flugfélögin EVA Air og ANA (All Nippon Airways) sem byrjuðu fyrst á því í COVID-19 heimsfaraldurinum að bjóða fólki upp á flugferðir án neins áfangastaðar og hafa viðbröðgin ekki látið á sér standa en ANA hyggst á næstunni bjóða upp á þriðja skemmtiflugferðina.

Þá bauð ástralska flugfélagið Qantas einnig upp á sambærilega flugferð á dögunum þar sem flogið var yfir Ástralíu og seldist upp í þá flugferð á 10 mínútum.  fréttir af handahófi

Nýtt vandamál með Boeing 787

28. september 2020

|

Enn eitt vandamálið hefur bæst á listann er varðar Dreamliner-þoturnar en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun og tilmæli vegna vandamál sem snertir sjálfstýringu vélanna.

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Bakslag í baráttunni fyrir tilvist flugvallarins í Santa Monica

21. október 2020

|

Annað bakslag er komið upp í baráttu flugsamfélagsins í Santa Monica í Kaliforníu við borgaryfirvöld vegna framtíðar flugvallarins í bænum eftir að dómstóll í Washington vísaði frá máli sem hefði anna

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00