flugfréttir

753 milljarða króna tap hjá Delta

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:55

Flugvélar Delta Air Lines á flugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum

Delta Air Lines hefur tilkynnt að yfir 753 milljarða króna tap varð á rekstri félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sem lauk í september.

Tapið má að mestu leyti rekja til gríðarlegrar fækkunar á farþegum í sumar vegna kórónaveirufaraldursins en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segist vongóður um að farþegum fari að fjölga á næstunni þótt að sú aukning eigi eftir að taka sinn tíma.

Rekstarfé Detla Air Lines var yfir 3 þúsund milljarðar króna og hefur félagið tekist að draga úr daglegu tapi frá því að vera 3.7 milljarðar króna á dag niður í 2.5 milljarð á dag og gerir Bastian ráð fyrir að fyrir lok ársins muni félagið tapa um 1.3 milljarð króna á dag.

Bastian spáir því að það muni taka tíma fyrir viðskiptafarþega að snúa aftur þar sem mörg fyrirtæki hafa stólað á myndbandsfundi í gegnum Netið og eigi einhver fyrirtæki eftir að halda því áfram í stað þess að senda starfsmenn sína með flugi til að eiga fundi en telur hann samt að myndbandsfundir eigi ekki eftir að leysa af hólmi viðskiptaferðalög til langstíma.

Þá segir Bastian að bókanir fyrir Þakkargjörðarhátíðina, jólin og áramótin lofi góðu enn sem komið er og hafi félagið farið ýmsar leiðir til þess að laða til sín farþega á ný eins og að afnema breytingargjald á farmiðum.

Delta mun taka úr umferð um 383 flugvélar á næstu fimm árum sem samsvarar 30% alls flugflotans en yfir 200 flugvélar verða teknar úr notkun á þessu ári.

Delta Air Lines hefur nú þegar á þessu ári tekið úr umferð McDonnell Douglas MD-88 og MD-90 þoturnar, Boeing 737-700 og nokkrar Boeing 767 breiðþotur auk þess sem félagið mun á næstunni hætta með allar Boeing 777 þoturnar og árið 2023 mun félagið hætta með CRJ200 þoturnar og Boeing 717 þoturnar munu fara úr flotanum árið 2025.

Delta Air Lines hefur enn ekki sagt upp starfsfólki vegna þess styrks sem félagið fær frá bandarískum stjórnvöldum en laun starfsmanna hafa verið lækkuð umtalsvert og hefur félagið á sl. sex mánuðum náð að spara sér allt að 264 milljarða króna í launakostnað.  fréttir af handahófi

Panta tvær A321LR þotur fyrir þýska flugherinn

17. ágúst 2020

|

Airbus Corporate Jet (ACJ), dótturfélag Airbus, hefur fengið pantanir í tvær Airbus A321LR þotur frá Lufthansa Technik.

Áætla að fljúga 737 MAX milli jóla og nýárs

18. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar sér að hefja farþegaflug á ný með Boeing 737 MAX þotunum fyrir lok ársins.

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00