flugfréttir

Ítalía kynnir til leiks nýtt ríkisflugfélag í stað Alitalia

- ITA nafn á nýja flugfélaginu sem mun hefja rekstur árið 2021

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:32

Ríkisstjórn Ítalíu vinnur nú að því að stofna nýtt ríkisflugfélag fyrir landið í stað Alitalia

Stjórnvöld á Ítalíu hafa kynnt til leiks nýtt þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu sem mun að öllum líkindum fá nafnið ITA og er því félagi ætlað að leysa af hólmi Alitalia sem stofnað var árið 1946.

ITA, sem stendur fyrir Italia Trasporti Aereo, mun hefja starfsemi sína snemma á næsta ári og en misvísandi fréttir eru í gangi um hvort að nafnið Alitalia verður lagt niður eða ekki en einn flugfréttamiðill segir að flugfloti félagsins verður áfram merktur Alitalia og í sömu litunum.

Efnahagsmálaráðherra Ítalíu, þróunarráðherra, samgönguráðherra og vinnumálaráðherra landsins kynntu nýja nafnið og nýja flugfélagið þann 9. október sl. og mun ITA hefja starfsemi sína með stofnfé upp á 3.2 milljarða króna.

ITA verður alfarið í eigu ítalska ríkisins og verður markmiðið að bjóða upp á samkeppnishæft flugfélag á alþjóðamarkaði en samgöngumálaráðherra landsins segir að félagið muni „færa Ítalíu til heimsins“ og verður engin tenging á milli nýja félagsins og þess gamla.

Boeing 777 þota Alitalia

„Nýtt þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu fæddist í dag“, sagði Paola De Micheli, samgönguráðherra Ítalíu sl. föstudag

Rekstur Alitalia hefur lengi gengið brösuleg og hefur félagið ekki skilað hagnaði í mörg ár og hafa margar tilraunir verið gerðar til að rétta reksturinn af með fjárveitingu og lánum en á endanum sá ítalska ríkið fram á að vonlaust væri að rétta reksturinn við.

Mat ítölsku ríkisstjórnarinnar var á endanum sú að það væri hagkvæmt að hafa þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu og að mun betra væri að byrja upp á nýtt í stað þess að reyna bjarga félaginu en nú þegar hefur ríkisstjórn landsins sett 42 milljarða króna í rekstur Alitalia.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Alitalia mun hætta rekstri og ITA mun byrja að fljúga fyrstu flugferðirnar en nýja flugfélagið mun bjóða upp á fulla þjónustu og verður því ekki um lágfargjaldafélag að ræða.  fréttir af handahófi

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

Síðasta A380 risaþotan tekur á sig mynd í Toulouse

23. september 2020

|

Síðasta A380 risaþotan, sem er nú í smíðum hjá Airbus í Toulouse í Frakklandi, hefur tekið á sig mynd en þotan verður afhent til Emirates á næstunni og er þetta síðasta risaþotan sem Airbus framleiðir

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00