flugfréttir
Airbus fær pöntun í fjórar A320neo þotur

Tölvugerð mynd af Airbus A320neo í litum Sky Express
Airbus tilkynnti í dag að flugvélaframleiðandinn hafi fengið staðfesta pöntun í fjórar Airbus A320neo þotur.
Það er gríska flugfélagið Sky Express sem hefur pantað þoturnar
fjórar og er flugfélagið með þessu nýr viðskiptavinur Airbus.
Þá er um að ræða fyrstu þoturnar sem Sky Express mun taka í notkun
en flugfélagið hefur hingað til eingöngu verið með skrúfuþotur í rekstri
sem eru af gerðinni ATR 72-500 og ATR 42-500.
Þá hefur Sky Express nýlega tekið á leigu tvær Airbus A320neo
þotur frá flugvélaleigunni ACG Aviation Capital Group.
Pöntunin er fyrsta pöntunin í Airbus A320neo þoturnar sem Airbus
hefur fengið frá flugfélagi frá því í janúar er Spirit Airlines lagði inn
pöntun í 100 þotur úr A320neo fjölskyldunni.
Í september stóð pöntunarstaðan í Airbus A320neo í 7.450
þotum frá 110 viðskiptavinum en í dag er indverska flugfélagið
IndiGo stærsti viðskiptavinurinn með pöntun í 730 þotur af gerðinni
A320neo og A321neo.


22. október 2020
|
Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

20. nóvember 2020
|
Mjög mikilvægt er að lönd afnemi ferðatakmarkanir til að flugsamgöngur komist aftur í eðlilegt horf sem fyrst.

3. desember 2020
|
Breski hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að einblína á næstunni á framleiðslu á hreyflum fyrir meðalstórar flugvélar en fyrirtækið hefur sl. ár sérhæft sig í þróun og

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.