flugfréttir
Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi
- Norski forsætisráðherrann ætlar að sniðganga flugfélagið ungverska

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi þann 5. nóvember næstkomandi
Wizz Air mun frá og með
5. nóvember næstkomandi hefja innanlandsflug í Noregi með áætlunarflugi frá Osló til Bergen, Þrándheims og til Tromsö.
Wizz Air mun hafa tvær farþegaþotur á Gardermoen-flugvellinum sem munu fljúga fjórar flugferðir á dag til Bergen, tvö dagleg flug til Tromsö og tvær ferðir á dag til Þrándheims.
Félagið segir að ef áhugi sé fyrir hendi og eftirspurnin næg ætli félagið að staðsetja fleiri flugvélar í Noregi og auka umsvif sín í samræmi við eftirspurnina.
Ekki eru allir þingmenn og ráðherrar ánægðir með innreið Wizz Air inn á innanlandsflugsmarkaðinn
í Noregi og þar á meðal Erna Solberg, forsætisráðherra landsins, sem sjálf ætlar að sniðganga
félagið þar sem henni líkar ekki við að lágfargjaldarfélagið ungverska bannai
starfsfólki sínu að vera meðlimir í verkalýðsfélögum.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs
József Váradi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segir að hingað til hafa SAS og Norwegian einokað norska innanlandsflugið en núna geti farþegar valið
um fleiri flugfélög til að fljúga með innanlands í Noregi.
Váradi segir ummæli norska forsætisráðherrans um að sniðganga félagið vera „barnaleg ummæli“
og tekur fram að Wizz Air bjóði mjög samkeppnishæf laun sem endurspeglast í því
að félagið hafi góða flugmenn og án góðra launa væri enginn flugmaður til í að fljúga fyrir
félagið.
„Sjáið öll flugfélögin í dag sem hafa haft starfsfólk sem er í verkalýðsfélögum. Öll þessi
félög eru á barmi gjaldþrots í dag“, segir Váradi.
Solberg segist ekki ætla að fljúga með Wizz Air og tekur fram að hún fljúga heldur ekki með
Ryanair þar sem hún vill ekki styðja við bakið á flugfélögum sem bjóði starfsfólki sínu ekki að vera í verkalýðsfélögum.
Wizz Air hefur flogið til Noregs í 14 ár eða frá árinu 2006 og flýgur félagið í dag frá 11 flugvöllum í Noregi, alls 48 flugleiðir og það til tólf landa en með innanlandsáfangastöðunum þremur mun félagið fljúga 51 flugleið.


2. desember 2020
|
Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

23. október 2020
|
Airbus hefur afhent fyrstu bandarísku Airbus A220 þotuna, sem smíðuð hefur verið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama, en það er Delta Air Lines sem tekur við þeirri þotu sem er af gerðinni A220-300.

11. nóvember 2020
|
Southwest Airlines á nú í viðræðum við Boeing um kaup á fleiri Boeing 737 MAX þotum.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.