flugfréttir

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi

- Norski forsætisráðherrann ætlar að sniðganga flugfélagið ungverska

15. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:02

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi þann 5. nóvember næstkomandi

Wizz Air mun frá og með
5. nóvember næstkomandi hefja innanlandsflug í Noregi með áætlunarflugi frá Osló til Bergen, Þrándheims og til Tromsö.

Wizz Air mun hafa tvær farþegaþotur á Gardermoen-flugvellinum sem munu fljúga fjórar flugferðir á dag til Bergen, tvö dagleg flug til Tromsö og tvær ferðir á dag til Þrándheims.

Félagið segir að ef áhugi sé fyrir hendi og eftirspurnin næg ætli félagið að staðsetja fleiri flugvélar í Noregi og auka umsvif sín í samræmi við eftirspurnina.

Ekki eru allir þingmenn og ráðherrar ánægðir með innreið Wizz Air inn á innanlandsflugsmarkaðinn í Noregi og þar á meðal Erna Solberg, forsætisráðherra landsins, sem sjálf ætlar að sniðganga félagið þar sem henni líkar ekki við að lágfargjaldarfélagið ungverska bannai starfsfólki sínu að vera meðlimir í verkalýðsfélögum.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs

József Váradi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segir að hingað til hafa SAS og Norwegian einokað norska innanlandsflugið en núna geti farþegar valið um fleiri flugfélög til að fljúga með innanlands í Noregi.

Váradi segir ummæli norska forsætisráðherrans um að sniðganga félagið vera „barnaleg ummæli“ og tekur fram að Wizz Air bjóði mjög samkeppnishæf laun sem endurspeglast í því að félagið hafi góða flugmenn og án góðra launa væri enginn flugmaður til í að fljúga fyrir félagið.

„Sjáið öll flugfélögin í dag sem hafa haft starfsfólk sem er í verkalýðsfélögum. Öll þessi félög eru á barmi gjaldþrots í dag“, segir Váradi.

Solberg segist ekki ætla að fljúga með Wizz Air og tekur fram að hún fljúga heldur ekki með Ryanair þar sem hún vill ekki styðja við bakið á flugfélögum sem bjóði starfsfólki sínu ekki að vera í verkalýðsfélögum.

Wizz Air hefur flogið til Noregs í 14 ár eða frá árinu 2006 og flýgur félagið í dag frá 11 flugvöllum í Noregi, alls 48 flugleiðir og það til tólf landa en með innanlandsáfangastöðunum þremur mun félagið fljúga 51 flugleið.  fréttir af handahófi

Segir að Malaysia Airlines gæti þurft að hætta starfsemi

10. október 2020

|

Framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines segir að flugfélagið neyðist til þess að hætta starfsemi ef flugvélaleigur taki þá ákvörðun að samþykkja ekki nýja og endurgerða rekstaráætlun flugfélagsins.

Aero Commander brotlenti á bílastæði í Flórída

31. ágúst 2020

|

Tveir létust í flugslysi sl. föstudag er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Aero Commander 500S Shrike brotlenti á bílastæði í bænum Pembroke Park í Flórída í Bandaríkjunum.

Hvetja Evrópulönd til að mynda sér stefnu í ferðatakmörkunum

17. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið frá sér skýrslu þar sem birtar eru tölur sem sýna þann skaða sem evrópsk flugfélög hafa orðið fyrir vegna ferðatakmarkanna í löndum innan Evrópu vegna C

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00