flugfréttir
SAS fær sína fyrstu A321LR þotu

Fyrsta Airbus A321LR þotan fyrir SAS hefur verið afhent til félagsins frá verksmiðjum Airbus í Hamborg í Þýskalandi
SAS (Scandinavian Airlines) hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321LR þotu sem er langdræga útgáfan af Airbus A321neo.
Þotan er sú fyrsta af þeim þremur A321LR þotum sem SAS hefur fengið
og ætlar félagið að nota hana meðal annars í áætlunarflugi frá Norðurlöndunum yfir Atlantshafið
til Norður-Ameríku.
Airbus A321LR hefur flugdrægi upp á 4.000 nm mílur eða 7.400 kílómetra
og er hún 30% sparneytnari en Airbus A321 þotan og 50 prósent
hljóðlátari.
Töluverð seinkun hefur orðið á afhendingum á fyrstu A321LR þotunni
til SAS en félagið ætlar sér meðal annars að nota þotuna í áætlunarflugi
á milli Kaupmannahafnar og Boston.
Þotan, sem kemur með LEAP-1A hreyflum frá CFM International, tekur 157 farþega og þar af tuttugu og tvo á SAS Business og tólf á SAS Plus farrými.


14. desember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

5. janúar 2021
|
Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að verja 5.7 milljörðum króna í styrki til minni flugvalla í Bandaríkjunum sem eru eingöngu ætlaðir einkaflugi og almannaflugi.

13. nóvember 2020
|
Fraktflugvél af gerðinni Antonov An-124 fór úr af braut í nauðlendingu á flugvellinum í borginni Novosibirsk í Rússlandi í morgun en skömmu áður hafði komið upp bilun í einum af fjórum hreyflum þotun

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.