flugfréttir

Finnair hefur sölu á flugvélamat í matvöruverslunum

- Vonast til að geta haldið starfsfólki í flugvallareldhúsi áfram í vinnu

15. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:25

Flugvélamatur frá Finnair er núna til sölu meðal annars í matvöruverslunum K-Citymarket í Finnlandi

Finnska flugfélagið Finnair hefur hafið sölu á flugvélamat í matvöruverslunum í Finnlandi í von um að með því geti flugfélagið haldið starfsfólki í flugvallareldhúsi sínu áfram í vinnu.

Finnair vonast til að þessi nýjung eigi eftir að vekja lukku meðal fólks og þeirra sem eru farnir að sakna þess sem fylgir því að fljúga en flugvélamaturinn sem verður til sölu er sá sami og farþegar Finnair fá á Business Class farrými.

Flugvélamaðurinn fór í matvöruverslanir í dag og kallast hann „Taste of Finnair“ og kostar hann frá 10 upp í 13 evrur og eru mismunandi réttir í boði á borð við asíska rétti, evrópska rétti, japanska kjötrétti og kjötbollur.

Mörg flugfélög í heiminum hafa reynt að koma með einhverjar nýungar á markaðinn til þess að svala ferðaþorsta fólks á borð við að bjóða upp á skemmtiflugferðir án neins áfangastaðar en Finnair ákvað að leyfa fólki að bragða á flugvélamat sem hægt er að grípa með er keypt er í matinn.

Matur frá finnska flugvallareldhúsinu Finnair Kitchen

Kimmo Sivonen, verslunarstjóri í finnsku matvöruversluninni K-Citymarket, segir að flugvélamaturinn mun innihalda minna salt en sá sem framreiddur er um borð í flugvélum Finnair þar sem venjan er að gera mat meira bragðmeiri þar sem bragðlaukarnir skynja ekki eins sterkt bragð í háloftunum.

Marika Nieminen, yfirmaður yfir Finnair Kitchen, flugvallareldhúsinu hjá Finnair, segir að stjórn eldhússins hafi reynt að finna einhverjar leiðir til að auka umsvifin umfram framleiðslu á matnum fyrir háloftin á meðan farþegaflug er í lægð vegna kórónaveirufaraldursins.

Finnair hefur að undanförnu sagt upp 7.000 starfsmönnum en þess má geta að fjöldi flugferða á vegum Finnair dróst saman um 91% í september samanborið við sama mánuð í fyrra.  fréttir af handahófi

IATA: Flugiðnaðurinn ennþá að mestu leyti lamaður

2. september 2020

|

Þrátt fyrir að flugferðum hafi farið fjölgandi í sumar og eftirspurn eftir flugi hafi aukist í júlí í heiminum að einhverju leyti þá segja Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) að flugiðnaðurinn sé samt

Hafa endugreitt farþegum fyrir 194 milljarða

18. ágúst 2020

|

Qatar Airways segir að sú upphæð sem félagið hefur þurft að punga út til þess að endurgreiða farþegum flugmiða frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst í mars nemi nú 194 milljörðum króna.

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

29. júlí 2020

|

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00