flugfréttir
Fjöldi flugvalla í Kína fyrir áætlunarflug nálgast 240 velli
- Flugvellir í Kína sennilega tvöfalt fleiri árið 2035

Gríðarlegur uppgangur hefur átt sér stað í flugi í Kína sl. ár
Talið er að áætlunarflugvellir í Kína verði orðnir 241 talsins fyrir lok ársins 2020 en yfirvöld í Kína hafa unnið markvisst að því að undanförnu að byggja upp innviði í fluginu í landinu en að meðaltali bætast átta nýir flugvellir við í Kína á ári.
Miklum árangri hefur verið náð í að anna aukinni eftirspurn eftir flugsamgöngum í Kína og hefur mörgum framkvæmdum
verið hraðað og er fjöldi flugvalla til viðbótar í smíðum víðsvegar um landið.
Yfir 40 nýjar flugbrautir hafa verið lagðar að undanförnu á kínverskum flugvöllum með yfir 2.264 ný stæði fyrir flugvélar
en þess má geta að Kína er orðin annar stærsti markaðurinn í heiminum er kemur að áætlunarflugi.
Yfir 660 milljónir farþega flugu um kínverska flugvelli árið 2019 sem er 7% fjölgun frá því árið 2018 samkvæmt
tölum frá kínverskum flugmálayfirvöldum.
Kína stefnir á að bæta við 216 nýjum flugvöllum í landinu fyrir árið 2035 og verða flugvellir í Kína því sennilega orðnir 450 talsins eftir 15 ár.


25. nóvember 2020
|
Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

2. desember 2020
|
Mikil röskun varð á áætlunarflugi um flugvöllinn í Denver í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að í ljós kom að flugumferðarstjóri á vakt var smitaður af kórónaveirunni.

2. desember 2020
|
Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.