flugfréttir

KLM hættir með 747 eftir 9 daga

- Síðasta flug KLM með júmbó-þotunni lendir á Schiphol þann 25. október

16. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:01

Boeing 747 júmbó-þota KLM í lendingu á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í Hollandi

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur tilkynnt síðustu áætlunarflugferðirnar með júmbó-þotunum sem verða teknar úr umferð síðar í þessum mánuði.

KLM hefur þrjár Boeing 747-400 þotur eftir í flotanum og tilkynnti félagið í apríl að til stæði að taka þær úr umferð í október vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á rekstur félagsins en að öðru leyti stóð til að fljúga júmbó-þotunum áfram fram á næsta ár.

Síðasta júmbó-þotuflugið með Boeing 747-400 lendir á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam að morgni 25. október næstkomandi og er um að ræða flug KL894 frá Shanghai.

Að því loknu verða júmbó-þoturnar þrjár, sem bera skráningarnar PH-BFT, PH-BFV og PH-BFW, teknar úr notkun en KLM mun áfram hafa þrjár júmbó-fraktþotur í rekstri af gerðinni Boeing 747-400ERF sem eru í flugrekstri hjá Martinair en fljúga undir nafni KLM Cargo.  fréttir af handahófi

Ryanair dregur úr umsvifum sínum í haust um 20 prósent

18. ágúst 2020

|

Ryanair ætlar að draga úr sætaframboði um 20 prósent í september og október þar sem flugfélagið sér fram á dræmar bókanir og minni eftirspurn eftir flugsætum vegna seinni bylgju kórónaveirufaraldurs

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Flugskóli í Slóveníu selst á aðeins 1.2 milljón króna

27. ágúst 2020

|

Slóvenski flugskólinn Adria Airways Flight School hefur verið seldur en flugskólinn var hluti af flugfélaginu Adria Airways sem varð gjaldþrota í september í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00