flugfréttir

Þörf fyrir 5 prósent færri nýja flugmenn til ársins 2039

- Spá Boeing lækkar úr þörf fyrir 804.000 flugmenn niður í 763.000

17. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Boeing telur að þörf sé fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir árið 2019

Boeing hefur gefið út nýja spá er varðar eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum til næstu 20 ára og kemur þar fram að þörf verður fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir í fyrra og þörf fyrir 30.000 færri flugvirkja.

Minni eftirspurn má rekja til offramboðs af hæfum flugmönnum og flugvirkjum sem eru ekki lengur að starfa í iðnaðinum þar sem þeir hafa misst vinnuna vegna kórónaveirufaraldursins.

Þrátt fyrir minni eftirspurn eftir flugmönnum þá lækkar talan aðeins um 5% færri flugmenn en árið 2019 gerði spá Boeing ráð fyrir að þörf væri fyrir 804.000 flugmenn til næstu 20 ára en nýuppfærð spá gerir ráð fyrir að það vanti 739.000 nýja flugmenn til ársins 2039.

Í fyrra var gert ráð fyrir þörf væri fyrir 769.000 flugvirkja en sú tala lækka niður í 739.000 samkvæmt nýjustu spá sem er lækkun um 4 prósent. Þörf fyrir flugfreyjur og flugþjóna lækkar aðeins um 1.2% en talið er að það þurfi 903.000 flugfreyjur til viðbótar í heiminum en sú tala var 914.000 í fyrra.

Spáin gerir ráð fyrir þörf fyrir 739.000 nýja flugvirkja í heiminum í stað 739.000 flugvirkja

Flugsérfræðingar og aðrir fagaðilar í iðnaðinum telja að sú krísa sem varir í dag í fluginu sé aðeins ein af þeim sveiflum sem hafa dunið yfir iðnaðinn reglulega og þar sem talið er að ástandið eigi því eftir að lagast að lokum eru allir þeir aðilar, sem eru að leggja flugtengd fög fyrir sig, hvattir til þess að halda áfram sínu striki.

Fram kemur að flugið hafi áður gengið í gegnum erfiðleika á borð við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin, SARS-faraldurinn og fjármálakreppuna árið 2008 og segir Boeing að það hafi alltaf tekið nokkur ár fyrir flugið að ná fullum bata.

Boeing spáir því að það muni taka um 3 ár þangað til að flugumferð verði aftur sú sama og hún var árið 2019 en á meðan munu margir flugmenn láta af störfum sökum aldurs á meðan aðrir munu ekki snúa aftur í flugið sem opnar fleiri tækifæri fyrir nýja flugmenn og hraðar eftirspurninni eftir nýjum flugmönnum.

Nemendur og þeir sem eru að leggja stund á nám í flugtengdum fögum eru hvattir til að halda sínu striki þrátt fyrir ástandið í fluginu

Steve Dickson, yfirmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA), sagði nemendum í Embry-Riddle flugskólanum að hann væri bjartsýnn á tækifæri í fluginu þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn og hvatti nemendur að einblína á námið sitt.

Atvinnumálavefurinn JSfirm.com tekur í sama streng og segir að störfum sé þegar farið að fjölga strax á ýmsum sviðum og hundruði fyrirtækja að leita eftir starfsfólki í fluginu þrátt fyrir að ekki sé enn mikið verið að ráða til flugfélaganna.

Fram kemur að tugþúsundir flugmanna, flugvirkja og flugfreyja eigi eftir að ná starfslokaaldri næsta áratuginn og sé því nauðsynlegt að hugsa til framtíðar þrátt fyrir ástandið í dag.  fréttir af handahófi

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00