flugfréttir

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

- Breskur fjárfestingarsjóður í viðræðum um kaup á eignum Flybe

19. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

DeHavilland Dash 8 Q400 flugvélar frá Flybe

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið en félagið varð gjaldþrota þann 5. mars á þessu ári.

Það er einn af stærri hluthöfum í félaginu, fjárfestingarsjóðurinn Cyrus Capital, sem hefur hafið viðræður við slitastjórnina EY sem tók að sér gjaldþrotaskipti fyrir Flybe og er Cyrus Capital að íhuga að kaupa aftur eignir Flybe þrátt fyrir núverandi ástand í flugiðnaðinum.

Fram kemur að hugmyndin sé að stofna smærri útgáfu af Flybe á næsta ári en nákvæmari dagsetning fer þó eftir hvenær eftirspurn eftir flugi kemur til baka sem veltur á ferðatakmörkunum.

Flybe var eitt af stærstu lágfargjaldafélögum Evrópu og ferðuðust um 9 milljónir farþega með félaginu á ári milli 80 flugvalla á Bretlandi og í Evrópu og hafði félagið 40% markaðshlutdeild í innanlandsflug á Bretlandseyjum.  fréttir af handahófi

ICAO boðar til neyðarfundar vegna Hvíta-Rússlands

27. maí 2021

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur boðað til neyðarfundar í dag eftir að farþegaþota frá Ryanair var tilneydd til þess að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi sl. sunnudag á leið sinni frá Aþenu til Vi

Flugbúðir fyrir ungt fólk haldnar á ný í sumar

26. maí 2021

|

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 16 ára dagana 10. - 12. ágúst næstkomandi. Flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á f

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00