flugfréttir
Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

Frá öryggisleit á flugvelli í Bandaríkjunum
Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna (TSA) sem segja að yfir 1 milljón farþega hafi farið
í gegnum öryggisskoðun á bandarískum flugvöllum í gær sem er nýtt met frá því 17. mars í vor en botninum
var náð í apríl þegar aðeins um 100 þúsund farþegar fóru í gegnum öryggisleit í Bandaríkjunum á dag í nokkra daga.
Annað met var einnig slegið er 6.1 milljón farþega fóru í gegnum öryggisleit á flugvöllum
í Bandaríkjunum á einni viku, vikuna 12. október til 18. október, sem einnig er sá mesti fjöldi sem mælst hefur frá því
faraldurinn hófst.
Samt gæti svo farið að þessar tölur fari að lækka á ný þar sem að bandarísk stjórnvöld
hafa ekki enn fallist á að semja um að endurnýja og framlengingu á fjárhagsaðstoð fyrir bandarísk flugfélög sem rann út
þann
1. október og gætu mörg flugfélög því þurft að draga úr umsvifum sínum á ný.


4. febrúar 2021
|
Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

19. janúar 2021
|
Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

21. desember 2020
|
Ríkisstjórn Bandaríkjana hefur samþykkt nýjan björgunarpakka fyrir bandarísk flugfélög upp á 15 milljarða Bandaríkjadali sem samsvarar 1.929 milljörðum króna.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk