flugfréttir

Flugvöllur fylltist af kindum

- Þurftu að hleypa heillri kindahjörð frá borði á Boeing 747 fraktþotu

19. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:37

Skjáskot af myndbandi af kindunum þar sem þær valsa um flugvallarsvæðið á Khomeini-flugvellinum í Teheran í Íran

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Þotan, sem er af gerðinni Boeing 747-200 og er frá flugfélaginu Iran Air, var í 31.000 fetum á leið frá borginni Adana í Tyrklandi til Doha í Katar þegar flugmennirnir ákváðu að slökkva á einum af fjórum hreyflum vélarinnar og lenda á Khomeini-flugvellinum í Teheran.

Þar sem flugvélin gat ekki haldið áfram för sinni þar sem ekki var hægt að nálgast varahluti í bráð og engin önnu flugvél tiltæk til að taka við farminum þurfti að koma fraktinni frá borði en fraktin samastóð af lifandi búfénaði.

Kindurnar fengu að valsa um og bíta það litla gras sem var í boði á flugvallarsvæðinu á meðan íranskir flugvirkjar gerðu við bilunina en viðgerðin tók 63 klukkustundir.

Flugvirkjarnir fjarlægðu hreyfilinn af vélinni og komu honum til Mehrabad-flugvallarins og komu honum aftur til Khomeini-flugvallarins tæpum þremur sólarhringum síðar og var fénu þá smalað aftur um borð í flugvélina sem gat haldið áfram för sinni til Doha.

Ekki fylgir sögunni hvernig rekstur flugvallarins gekk fyrir sig á meðan kindurnar voru á flugvellinum eða hvort að einhver röskun hafi orðið á flugi.

Myndband:  fréttir af handahófi

Afhenda fyrstu A220 þotuna sem smíðuð er í Alabama

23. október 2020

|

Airbus hefur afhent fyrstu bandarísku Airbus A220 þotuna, sem smíðuð hefur verið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama, en það er Delta Air Lines sem tekur við þeirri þotu sem er af gerðinni A220-300.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Vonir um endurreisn Flybe fara dvínandi

15. nóvember 2020

|

Vonir um að hægt verði að endurreisa Flybe og koma hinu gjaldþrota flugfélagið aftur á fót hafa farið dvínandi eftir að félagið var ekki valið í útboði á flugrekstri á einstaka flugleiðum á Írlandi f

  Nýjustu flugfréttirnar

Kína fyrirskipar skoðun á hjólastelli á 737 Classic þotum

29. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa gefið frá sér tilmæli til þeirra kínverskra flugrekenda sem hafa Boeing 737 Classic þotur í flota sínum þar sem þeim er ráðlagt að framkvæma skoðun á hjólabúnaði eftir að

Þingmenn vilja stöðva útrás Wizz Air í Noregi

27. nóvember 2020

|

Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00