flugfréttir
Eigandaskipti á framleiðslu og þjónustu fyrir Dornier 228

RUAG Aerospace tók yfir framleiðslu á Dornier Do 228 flugvélunum árið 2003 en nú mun General Atomics Europe taka yfir rekstrinum
Þýska fyrirtækið General Atomics Europe GmbH í Dresden ætlar sér að kaupa og taka yfir rekstur svissneska fyrirtækisins RUAG Aerospace sem í dag sér um framleiðslu á Dornier 228 flugvélunum auk viðhalds og varahlutaþjónustu.
Fram kemur að General Atomics Europe ætli að halda því starfsfólki
sem starfar hjá RUAG Aerospace í verksmiðjunum í borginni Oberpfaffenhofen en með kaupunum mun General Atomics ná að auka markaðshlutdeild sína í flugvélaiðnaðinum.
General Atomics Europe segir í yfirlýsingu að fyrirtækið geri sér grein
fyrir áhættunni sem fylgir því að ráðast í eins miklar fjárfestingar í fluginu
á þessum tímum en tekið er fram að fyrirtækið sé vel í stakk búið til
þess fjárhagslega.
RUAG Aerospace tók yfir framleiðslu á Dornier Do 228 flugvélunum árið 2003 og stóð til að koma með á markaðinn nýja kynslóð af vélinni sem kallaðist Dornier Do 228 NG og voru framleidd 8 eintök þar til hætt var við framleiðsluna árið 2013.
Dornier flugvélaframleiðandinn, sem varð gjaldþrota árið 2002, smíðaði 245 eintök af Do 228 flugvélunum en þá voru 125 eintök framleidd af
fyrirtækinu Hindustan Aeronautics Limited (HAL) á Indlandi.


24. október 2020
|
Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

2. nóvember 2020
|
Bandaríski flugskólinn Spartan College of Aeronautics and Technology hefur gert samning við flugvélaframleiðandann Piper Aircraft um kaup á 32 flugvélum sem verða notaðar til flugkennslu.

10. nóvember 2020
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að farþegaflug innan Evrópu næsta sumar gæti nálgast þau umsvif sem voru í fluginu árið 2019 eftir fréttir gærdagsins um að miklar vonir séu bundnar

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.