flugfréttir

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

- Cathay gerir ráð fyrir að fljúga 50 prósent af upphaflegri flugáætlun sinni

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugfloti kínverska flugfélagsins Cathay Pacific

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fram á eftirspurn eftir flugi eigi eftir að aukast eins mikið og vonir stóðu til um.

Farþegafjöldi með Cathay Pacific dróst saman um 98.1 prósent í september samanborðið við sama mánuð í fyrra en félagið flýgur til fjölmargra fjarlægra áfangastað og hefur slíkt langflug orðið mjög illa úti vegna heimsfaraldursins.

Cathay Pacific gerir ráð fyrir að fljúga um 25% af hefðbundinni flugáætlun sinni á fyrri helming næsta árs og verður mögulega hægt að auka framboðið upp í 50 prósent þegar seinni helmingur ársins 2021 hefst.

„Ef við tökum ýmsa þætti með inn í reikninginn þá er þetta bjartsýnustu tölur sem við getum látið okkur dreyma um“, segir Ronald Lam, rekstarstjóri Cathay Pacific Group.

Í septembermánuði flaug 47.061 farþegi með Cathay Pacific og Cathay Dragon en í september í fyrra flugu 35 milljónir farþega með félögunum tveimur.

Heimsfaraldurinn hefur komið sé mjög illa fyrir Cathay Pacific og Singapore Airlines sem hvorug fljúga nein innanlandsflug og eru öll áætlunarflug félagsins flogin til annarra landa sem þýðir að ferðatakmarkanir á landamærum hamla starfsemi félaganna.  fréttir af handahófi

Ryanair býst við enn frekari seinkun á 737 MAX 200

18. maí 2021

|

Flest bendir til þess að enn verði seinkun á því að Ryanair fái afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotu eða Boeing 737-8200 eins og flugvélaframleiðandinn kýs að nefna þotuna.

Vilja ekki fá fleiri A350 þotur afhentar í bili frá Airbus

9. júní 2021

|

Qatar Airways hefur ákveðið að bíða með að fá fleiri Airbus A350 breiðþotur afhentar frá Airbus þar sem flugfélagið er óánægt með atriði er varðar gæði á lokafrágangi á þotunum.

Landmannalaugar, Kirkjufell og Langjökull bætast við flotann

30. maí 2021

|

Landmannalaugar, Kirkjufell og Langjökull eru nöfnin á þremur nýjum Boeing 737 MAX þotum sem eru að bætast við flota Icelandair þessa daganna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00