flugfréttir

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:04

Boeing 737 MAX þotur Norwegian á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi í Svíþjóð

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá og bíða með fyrstu flugið með MAX-vélunum.

Norwegian telur að félagið muni ekki byrja að fljúga MAX-þotunum fyrr en næsta sumar og í fyrsta lagi í apríl og á það líka við þjálfun flugmanna í flughermi sem mun einnig dragast fram á næsta vor.

„Við höfum ekki þörf fyrir þessar flugvélar eins og staðan er núna og við munum ekki byrja að þjálfa okkar flugmenn á þær fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári þar sem að þjálfuninni fylgir gríðarlegur kostnaður“, segir Lasse Sandaker-Nielsen, upplýsingafulltrúi Norwegian.

Alls hefur Norwegian þurft að leggja 100 flugvélum vegna heimsfaraldursins en félagið hefur átján Boeing 737 MAX þotur sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars árið 2019.

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur lýst því yfir að Boeing 737 MAX þoturnar séu öruggar til flugs eftir þær endurbætur og lagfæringar sem gerðar hafa verið á þotunum og sé þess að vænta að flughæfnisvottun verði gefin út í nóvember eða desember.  fréttir af handahófi

7.500 farþegar með Icelandair í október

8. nóvember 2020

|

7.502 farþegar flugu með Icelandair í októbermánuði sem leið sem er 2,2% af þeim farþegafjölda sem flugu með félaginu í október í fyrra en þá voru farþegar 340.674 talsins.

EASA mun aflétta flugbanni Boeing 737 MAX í janúar

23. nóvember 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gerir ráð fyrir því að aflétta flugbanni af Boeing 737 MAX þotunum í Evrópu í janúar eftir áramót.

62 sagt upp í Fríhöfninni

31. ágúst 2020

|

Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp 62 starfsmönnum en uppsögnina má rekja til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á millilandaflug til og frá landinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00